Lokaumferðin í næst efstu deild í Danmörku fór fram í kvöld. Íslendingar voru í eldlínunni.
Daníel Freyr Kristjánsson og félagar í Fredericia áttu möguleika á að vinna titilinn. Liðið vann Kolding 2-0. Daníel Lék allan leikinn en Ari Leifsson er á meiðslalistanum hjá Kolding.
Daníel Freyr Kristjánsson og félagar í Fredericia áttu möguleika á að vinna titilinn. Liðið vann Kolding 2-0. Daníel Lék allan leikinn en Ari Leifsson er á meiðslalistanum hjá Kolding.
Fredericia spilar í efstu deild á næstu leiktíð en liðið endaði í 2. sæti þar sem OB lagði Esjerg 4-2 og tryggði sér þar með titilinn. Breki Baldursson sat á bekknum hjá Esbjerg.
Galdur Guðmundsson var í byrjunarliði Horsens í fyrsta sinn þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Hvidovre. Hann lék 64 mínútur.
Fredericia endar í 2. sæti með 64 stig, Horsens í 3. sæti með 51 stig, Kolding í 4. sæti með 40 stig og Esbjerg í 6. sæti með 41 stig.
Athugasemdir