
„Við gerum marga hluti vel og eigum að fá meira út úr því sem við erum að gera. Góður kafli í fyrri hálfleik þar sem við eigum að skora fleiri en eitt mark. Seinni hálfleik byrjum við bara sterk og okkur líður ágætlega með boltan en fáum á okkur þetta mark þarna. Svo fáum við bara fullt af stöðum og hornspyrnum þar sem við þurfum að gera betur.“ Þetta sagði Krisjtán Guðmundsson, þjálfari Vals eftir jafntefli gegn Víkingi í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Víkingur R.
„Við þurfum að gera hlutina betur. Í seinni hálfleiknum megum við ekki sofna svona á verðinum og fá á okkur svona mark eins og varð. En í seinni hálfleik verðum við að klára. “
Valur fékk víti á lokasekúndum leiksins en náðu ekki að nýta sér það. „Tala ekki um að fá víti í lokin það á náttúrlega að klára það.“
Valur mætir Tindastól í næstu umferð. „Það er bara alltaf gaman að fara þangað, þessi klassíska setning, En það er nú aðallega að við getum farið í bakaríið og fengið okkur alvöru lakkrísstöng“
Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.