
HK tók á móti Njarðvík í Kórnum þegar fjórða umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.
HK fengu færi en náðu ekki að nýta þau og fór svo að þeir töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í sumar.
Lestu um leikinn: HK 1 - 3 Njarðvík
„Gríðarleg vonbrigði að tapa leiknum. Við vorum töluvert betra liðið úti á vellinum, fengum miklu fleiri færi" sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir tapið í kvöld.
„Að fá á sig mark úr föstu leikatriði í byrjun það er svona svekkjandi við þetta, það sem gerist í teigunum er það skipti mestu máli en við erum töluvert sterkari aðilinn í þessum leik og stýrum þessum leik alveg"
HK fékk nokkur færi í leiknum og þó nokkrar stöður þar sem boltinn kom fyrir markið en vantaði einhvern til að ráðast á boltann í teignum.
„Frábærir boltar margir hverjir og þurfti bara lítið 'touch' þetta er á milli varnar og markmanns þannig þetta eru drauma fyrirgjafir fyrir framherja að ráðast á og þó nokkrir. Það er nátturlega svekkjandi að nýta ekki það"
„Við spilum okkur upp völlinn og í gegnum völlinn trekk í trekk þannig svekkjandi að fá ekki alveg verðlaunin fyrir það"
Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 9 | 5 | 4 | 0 | 12 - 4 | +8 | 19 |
2. Njarðvík | 9 | 4 | 5 | 0 | 21 - 9 | +12 | 17 |
3. HK | 9 | 5 | 2 | 2 | 17 - 9 | +8 | 17 |
4. Þór | 9 | 4 | 2 | 3 | 20 - 17 | +3 | 14 |
5. Þróttur R. | 9 | 4 | 2 | 3 | 16 - 15 | +1 | 14 |
6. Völsungur | 9 | 4 | 1 | 4 | 15 - 19 | -4 | 13 |
7. Keflavík | 8 | 3 | 3 | 2 | 15 - 9 | +6 | 12 |
8. Grindavík | 8 | 3 | 2 | 3 | 22 - 19 | +3 | 11 |
9. Leiknir R. | 9 | 2 | 2 | 5 | 10 - 22 | -12 | 8 |
10. Fylkir | 9 | 1 | 4 | 4 | 10 - 14 | -4 | 7 |
11. Fjölnir | 9 | 1 | 3 | 5 | 11 - 19 | -8 | 6 |
12. Selfoss | 9 | 2 | 0 | 7 | 6 - 19 | -13 | 6 |