Það þurfti að stöðva viðtal við Philippe Coutinho, brasilíska miðjumanninn sem nú spilar fyrir Vasco da Gama á láni frá Aston Villa, vegna háværra skotahljóða á æfingasvæði brasilíska liðsins.
Coutinho, sem hefur skorað fimm mörk og átt tvær stoðsendingar í 23 leikjum fyrir félagið, hló að atvikinu ásamt liðsfélögum sínum, Leo Jardim og Nuno Moreira.
Æfingasvæði Vasco er staðsett nærri Cidade de Deus, hverfi þar sem mikið hefur verið um ofbeldi og glæpi. Margir lýstu undrun sinni yfir rósemd leikmannannana en starfsfólk félagsins segir að skothvellir séu ekki óalgengir á æfingasvæðinu.
Philippe Coutinho giving an interview at Vasco da Gama whilst gunshots go off in the background.
— HLTCO (@HLTCO) May 23, 2025
Wild.
pic.twitter.com/uguDFFgnY9
Athugasemdir