Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Fallbarátta og Evrópubarátta í lokaumferðinni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lokaumferð spænsku efstu deildarinnar fer fram um helgina og hefst fjörið í kvöld þegar Real Betis fær Valencia í heimsókn.

Sú viðureign er þýðingarlítil rétt eins og viðureign Real Madrid gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad á laugardaginn, en eftir það ræðst fallbaráttan.

Leganés og Espanyol eru að berjast um að forðast síðasta fallsætið í La Liga og eiga þau bæði heimaleiki gegn föllnum botnliðum deildarinnar. Leganés mætir Real Valladolid á meðan Espanyol spilar við Las Palmas.

Leganés þarf sigur til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli á meðan Espanyol þarf sigur til að tryggja sæti sitt í deildinni. Espanyol nægir ekki jafntefli til að bjarga sér eftir tap í innbyrðisviðureign gegn Leganés.

Seinna á laugardag ræðst svo Evrópubaráttan með kvöldleikjunum þremur. Þar eru Osasuna, Celta Vigo og Rayo Vallecano að berjast um síðustu Evrópusætin.

Eitt lið kemst í Evrópudeildina og eitt í Sambandsdeildina en þriðja liðið missir af Evrópusæti. Celta er í bestu stöðunni sem stendur, með eins stigs forystu á hin tvö liðin sem eru jöfn á stigum. Celta þarf þó sigur á útivelli gegn Getafe til að tryggja sér Evrópudeildarsæti.

Endi Rayo Vallecano og Osasuna jöfn á stigum hefur Rayo vinninginn útaf betri árangri í innbyrðisviðureignum. Þá hefur Rayo einnig vinninginn í innbyrðisviðureignum gegn Celta Vigo, en ólíklegt er að þau endi jöfn á stigum.

Barcelona, Atlético Madrid og Athletic Bilbao mæta að lokum til leiks á sunnudaginn.

Föstudagur
19:00 Betis - Valencia

Laugardagur
14:15 Real Madrid - Real Sociedad
16:30 Leganes - Valladolid
16:30 Espanyol - Las Palmas
19:00 Alaves - Osasuna
19:00 Getafe - Celta
19:00 Vallecano - Mallorca

Sunnudagur
12:00 Girona - Atletico Madrid
14:15 Villarreal - Sevilla
19:00 Athletic Bilbao - Barcelona
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 37 27 4 6 99 39 +60 85
2 Real Madrid 37 25 6 6 76 38 +38 81
3 Atletico Madrid 37 21 10 6 64 30 +34 73
4 Athletic 37 19 13 5 54 26 +28 70
5 Villarreal 37 19 10 8 67 49 +18 67
6 Betis 37 16 11 10 56 49 +7 59
7 Celta 37 15 7 15 57 56 +1 52
8 Osasuna 37 12 15 10 47 51 -4 51
9 Vallecano 37 13 12 12 41 45 -4 51
10 Mallorca 37 13 8 16 35 44 -9 47
11 Real Sociedad 37 13 7 17 35 44 -9 46
12 Valencia 37 11 12 14 43 53 -10 45
13 Getafe 37 11 9 17 33 37 -4 42
14 Alaves 37 10 11 16 37 47 -10 41
15 Sevilla 37 10 11 16 40 51 -11 41
16 Girona 37 11 8 18 44 56 -12 41
17 Espanyol 37 10 9 18 38 51 -13 39
18 Leganes 37 8 13 16 36 56 -20 37
19 Las Palmas 37 8 8 21 40 59 -19 32
20 Valladolid 37 4 4 29 26 87 -61 16
Athugasemdir
banner