Mikil umræða hefur verið um bjórsölu á íþróttaleikjum og nú hefur Máni Pétursson, stjórnarmaður KSÍ, blandað sér í þá umræðu en einhverjir hafa kallað eftir því að bannað verði að selja bjór á vellinum.
Máni skrifar færslu á Facebook og vísar í frétt sem fréttakonan Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifaði á Vísi en þar er rætt við Skúla Helgason, formann menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar.
Máni skrifar færslu á Facebook og vísar í frétt sem fréttakonan Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifaði á Vísi en þar er rætt við Skúla Helgason, formann menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar.
„Er mjög hugsi yfir innihaldi þessarar fréttar. Þó ég sé alveg sammála fyrirsögninni þá er annað í þessari frétt bara algert þvaður," skrifar Máni.
Hann segist sammála því að setja þurfi upp skýrarar regluverk í kringum söluna en furðar sig á framsetningu fréttarinnar og þar sem þar kemur fram.
„Þetta viðtal við borgarfulltrúann er samt ekkert lítið skrýtið. Ræða framlög borgarinnar til íþróttastarfs og að íþróttarfélögin séu að kaupa dýra leikmennn og séu ekki sjálfbær. Ríki og borg styrkja ekki starf meistaraflokka allavegana þekki ég ekki til þess í neinu félagi. Þessi dulda hótun um framlög borgarinnar, sem ég hef trú á að sé frekar sótt í blaðamann en Skúla sjálfan er því í meira lagi skrýtin."
Máni bendir á bjór sé seldur á öllum völlum á Norðulöndunum á meistaraflokksleikjum og flokkar leiki í meistaraflokkum sem skemmtana- og afþreyingariðnað.
„Það má vera skoðun að vínveitingar eigi ekki að bjóða uppá í kringum börn og unglinga. Það er hinsvegar gert í Hörpunni og í Borgarleikhúsinu. Sem Skúli og félagar eru duglegir við að styrkja. Ég geri því ráð fyrir því á orðum Skúla og vegferð blaðamanns að það sé vilji til að banna áfengisveitingar í þessum húsum líka," skrifar Máni.
„Við verðum sem samfélag að fara hætta þessum heilagleika og forræðishyggju."
Athugasemdir