Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Afrekar Arminia Bielefeld hið óhugsanlega?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er gríðarlega spennandi slagur á dagskrá í þýska boltanum á morgun, þegar úrslitaleikur þýska bikarsins fer fram.

Sigurvegari úrslitaleiksins fær þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og það vekur gríðarlega mikla athygli að Arminia Bielefeld sé komið alla leið.

Arminia Bielefeld spilar við Stuttgart í úrslitum en þetta er afar mikilvægur leikur fyrir bæði félög. Stuttgart átti vonbrigðatímabil í þýsku deildinni og missti af Evrópusæti, en getur bjargað tímabilinu sínu með sigri í úrslitaleiknum.

Arminia Bielefeld getur hins vegar skrifað söguna þar sem liðið er nýlega búið að sigra þriðju efstu deild þýska deildakerfisins. Ótrúlegt ævintýri hjá Bielefeld, sem lagði Hannover, Union Berlin, Freiburg, Werder Bremen og Bayer Leverkusen að velli á leið sinni í úrslitaleikinn.

Stuttgart fór aðeins þægilegri leið þar sem erfiðustu andstæðingar liðsins reyndust RB Leipzig og Augsburg.

Til gamans má geta að 27 fótboltalið skilja á milli Stuttgart og Arminia Bielefeld á þýsku stöðutöflunum sem stendur, þó að þeim muni fækka við upphaf næstu leiktíðar.

Leikur kvöldsins
18:00 Arminia Bielefeld - Stuttgart
Athugasemdir