Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   lau 24. maí 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Úrslit á Wembley
Mynd: EPA
Sheffield United og Sunderland eigast við í ótrúlega dýrmætum úrslitaleik á Wembley í dag.

Sheffield og Sunderland mætast á Wembley og mun sigurvegari einvígisins tryggja sér þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Það eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu vegna sjónvarpstekna ensku úrvalsdeildarinnar.

Sheffield rúllaði yfir Bristol City í undanúrslitaleik Championship umspilsins á meðan Sunderland rétt marði Coventry eftir framlengingu.

Þess má geta að leikurinn byrjar á óhefðbundnum tíma eða 14:01. Það er gert til að undirstrika að 'Hver mínúta skiptir máli'.

'Hver mínúta skiptir máli' (e. Every Minute Counts) er herferð sem enska sambandið setti af stað og er styrkt af Red Sky Foundation sem sérhæfir sig í hjartaheilbrigði og hefur útvegað hjartastuðtæki á leikvanga beggja liða, Sheffield og Sunderland.

Sheffield var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2022/23 og Sunderland tímabilið 2016/17 season.

laugardagur 24. maí
14:01 Sheffield Utd - Sunderland
Athugasemdir