Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Guiu og Nkunku klárir í leikinn mikilvæga
Marc Guiu.
Marc Guiu.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Marc Guiu og Christopher Nkunku verði báðir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Chelsea þarf að vinna leikinn á City Ground til að vera öruggt með Meistaradeildarsæti. Chelsea er sem stendur í fimmta sæti sem er síðasta Meistaradeildarsætið en er bara stigi á undan Forest.

Jafntefli gæti nægt Chelsea en þá þyrfti liðið að reiða sig á að önnur úrslit féllu með því.

Útivallaárangur Chelsea hefur verið slakur og liðið aðeins unnið einn leik á útivelli síðan 2025 gekk í garð.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, staðfesti í morgun að Nkunku og Guiu séu leikfærir fyrir komandi leik.

Guiu er 19 ára sóknarmaður sem hefur ekki spilað síðan í febrúar og verður líklega á bekknum en líklegt er að Nkunku byrji einnig á bekknum.

Enskir fjölmiðlar segja að starf Maresca sé öruggt og hann verði áfram með Chelsea á næsta tímabili, sama hver örlög liðsins veða á sunnudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner