Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að það yrði mögulega besta lausnin fyrir alla ef Rúben Amorim hætti sem stjóri Manchester United.
Amorim tók við United í nóvember síðastliðnum en árangurinn síðan þá hefur verið hörmulegur. Liðið tapaði þá í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á dögunum sem voru mikil vonbrigði.
Amorim tók við United í nóvember síðastliðnum en árangurinn síðan þá hefur verið hörmulegur. Liðið tapaði þá í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á dögunum sem voru mikil vonbrigði.
Amorim hefur talað um það sjálfur að hann sé tilbúinn að hætta og fá ekkert borgað ef félagið telur það best.
„Með því að styðja við Amorim, þá ertu að styðja við stóra hugmynd; kerfi sem er óalgengt á meðal bestu stjóra Evrópu," segir Carragher.
Ef United heldur sig við Amorim þá þarf að endurbyggja hópinn eftir hans þörfum og það þarf að kaupa leikmenn í hans kerfi, þriggja hafsenta kerfi.
„Ef hann stendur sig illa á næsta tímabili þá kemur væntanlega inn annar þjálfari sem fer í fjögurra manna vörn. Þá er félagið komið aftur á byrjunarreit eftir að hafa eytt formúgu í leikmenn sem henta Amorim og hans kerfi," segir Carragher en það er spurning hvort þetta sé áhætta sem félagið er tilbúið að taka á meðan Amorim hefur ekki náð að heilla neinn til þessa.
Athugasemdir