Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Kem ekki einu sinni til að fá mér kaffi"
Mynd: EPA
Það er mikil óvissa í kringum ítalska félagið Brescia en liðið gæti verið dæmt niður um deild.

Liðið bjargaði sér frá falli í C-deildina með sigri í lokaumferðinni. Fjögur stig voru hins vegar dregin af liðinu þegar tímabilinu lauk og það mun taka gildi strax.

Félagið áfrýjaði dómnum og endanleg niðurstaða kemur á fimmtudaginn. Ef dómurinn stendur mun liðið falla. Massimo Cellino, eigandi liðsins, vill selja félagið eftir að þetta kom upp og hann er mjög pirraður.

„Eitt er ljóst. Ég mun aldrei koma aftur til Brescia, ekki einu sinni til að fá mér kaffi. Það er ekki undir mér komið heldur þeim sem vilja kaupa félagið," sagði Cellino.
Athugasemdir
banner
banner