Fabrizio Romano greinir frá því að hollenski miðjumaðurinn Tijjani Reijnders gæti verið á leið til Manchester City.
Enska stórveldið vill kaupa miðjumanninn frá AC Milan og er búið að standa í óformlegum viðræðum við leikmanninn og félagið sjálft.
Reijnders er 26 ára og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er samningsbundinn Milan til 2030 og hefur ítalska félagið engan áhuga á að selja leikmanninn ódýrt frá sér.
Reijnders er mikilvægur hlekkur í liði Milan og er talið að fyrsta tilboð Man City muni hljóða upp á um það bil 50 milljónir evra.
Pep Guardiola er í leit að leikmanni til að taka við keflinu af Kevin De Bruyne á miðjunni.
Reijnders verður 27 ára í sumar og hefur komið að 20 mörkum í 53 leikjum með Milan á vonbrigðatímabili fyrir félagið.
Athugasemdir