Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
banner
   fös 23. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum
Powerade
Manchester United hyggst selja Rashford.
Manchester United hyggst selja Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vardy til Valencia?
Vardy til Valencia?
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð á sunnudaginn og það er spenna í Evrópubaráttunni. Hitið upp fyrir helgina með því að fara yfir allt það helsta í slúðrinu.

Manchester United hefur í forgangi sölu á ensku sóknarleikmönnunum Marcus Rashford (27) og Jadon Sancho (25) sem og brasilíska vængmanninum Antony (25) sem hluti af endurbótum á leikmannahópi sínum. (Manchester Evening News)

Þrátt fyrir að hafa misst af Meistaradeildarsæti mun Manchester United hafna öllum tilboðum í fyrirliðann Bruno Fernandes (30) en Al-Hilal frá Sádi-Arabíu reynir að fá portúgalska miðjumanninn til liðs við sig fyrir HM félagsliða. (GiveMeSport)

Manchester United er tilbúið að selja hollenska varnarmanninn Tyrell Malacia (25) sem vann Hollandsmeistaratitilinn með PSV Eindhoven á lánssamningi á þessu tímabili. (Manchester Evening News)

Rúben Amorim hefur fjármagn upp á rétt innan við 100 milljónir punda fyrir sumarið og nýtur stuðnings forráðamanna Manchester United þrátt fyrir tap gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag. (Guardian)

Millwall og Sádi-arabíski hnefaleikamaðurinn Turki Alalshikh hafa átt í óvæntum viðræðum um fjárfestingu. (Mail)

Jamie Vardy (38), sóknarmaður Leicester, er á óskalista spænska félagsins Valencia. (Sun)

Newcastle United hefur sigrað Barcelona og Real Madrid í viðræðum um kaup á spænska vængmanninum Antonio Cordero (18) frá Malaga. (Chronicle)

Enski framherjinn Liam Delap (22) frá Ipswich hefur átt í viðræðum við bæði Chelsea og Manchester United um mögulega félagaskipti í sumar. (Fabrizio Romano)

Frændi Viktor Gyökeres segir að sænski framherjinn hafi tekið ákvörðun í fjölskyldukvöldverði um að hafna Manchester United og Arsenal í sumar og vera áfram hjá Sporting Lissabon. (Sun)

Tottenham vonast til að sigur þeirra í Evrópudeildinni muni hjálpa til við að sannfæra enska varnarmanninn Marc Guehi (24) hjá Crystal Palace um að ganga til liðs við þá í sumar. (GiveMeSport)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, þakkaði Ange Postecoglou í ræðu eftir sigur félagsins í Evrópudeildinni og telur að bikarinn geti komið Spurs „á leiðina á toppinn“. (Metro)

Nottingham Forest fylgist með þróun mála varðandi enska framherjann Lorenz Hutchinson (17) hjá Leicester City en hann hefur raðað inn mörkum með yngri liðum. (Mail)

Spánverjinn Albert Riera (43) er líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Hull City. (Talksport)
Athugasemdir