Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 15:17
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar: Ekkert óvænt í Lissabon
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Arsenal og Barcelona mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki klukkan 16:00 á Estadio Jose Alvade-vellinum í Lissabon í Portúgal í dag.

Barcelona hefur unnið keppnina tvö ár í röð og þrisvar í heildina en Arsenal aðeins einu sinni.

Það er ekkert óvænt í byrjunarliðum dagsins. Daphne Van Domselaar hefur jafnað sig af meiðslum og kemur aftur í markið og þá er Chloe Kelly á kantinum í stað Beth Mead. Alessia Russo leiðir framlínuna.

Barcelona-liðið er gríðarlega öflugt. Aitana Bonmatí, Caroline Graham Hansen, Alexia Putellas og Mapi León eru allar í liðinu og þá er það mörg góð vopn á bekknum í Sölmu Paralluelo og Esmee Brugts.

Leikurinn er í beinni útsendingu og er hægt að horfa á hann með því að smella hér.

Arsenal: Van Domselaar; Fox, Williamson, Catley, McCabe; Little, Mannum, Mariona; Kelly, Russo, Foord

Barcelona: Cata Coll; Batlle, Paredes, Mapi León, Rolfo; Putellas, Patri Guijarro, Bonmatí; Graham, Pajor, Pina.
Athugasemdir
banner
banner