Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 24. júlí 2021 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Við elskum að spila við toppliðin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiðinlegt tap, kannski óþarfa tap líka. Getur vel verið að Valur hafi verið betra liðið á vellinum en við erum að gefa þeim mörk sem mér finnst vera algjör óþarfi, þetta er hundfúlt," sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 tap gegn Val á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 Valur

Valur komst í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki úr aukaspyrnu, Andra fannst Valsliðið hafa áhrif á dómarann þar.

„Mér fannst Valsliðið sækja þessa aukaspyrnu, ekki bara með því að detta og fá aukaspyrnuna heldur fannst mér líka að einhvern vegin náðu þær að hafa áhrif á dómarann, finnst mér allavega og hann féll í þessa gildru, aukaspyrna engu að síður og skora úr henni ég tek það ekkert af henni."

Liðið ætlaði að ná í öll stigin í dag sama þó þetta hafi verið gegn toppliðinu segir Andri.

„Fara óhræddar í leikinn, ekkert stress eða panikk eða neitt, þetta eru bara ellefu á móti ellefu og við hungraðar í sigur, það er búið að ganga ágætlega í síðustu leikjum að loka á liðin en við vildum taka þrjá punkta, við vildum gera það í dag alveg sama hver andstæðingurinn er."

Hvað fannst þér jákvætt í leik liðsins?

„Við finnum alltaf einhverja jákvæða punkta, þeir koma kannski samt þegar maður horfir á leikinn aftur þá sér maður oftast aftur ljósu punktana en já, að sjálfsögðu það er alltaf eitthvað jákvætt úr leiknum."

Það hafa verið erfiðir leikir upp á síðkastið hjá liðinu, Breiðablik næst, hvernig lýst þér á það verkefni?

„Bara vel, þær voru að spila í dag eins og við, við getum ekki talað um þreytu eða neitt slíkt. Breiðablik að sjálfsögðu með gott lið en það eru leikirnir sem við elskum að fara í, það eru toppliðin, við elskum það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner