Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   lau 24. júlí 2021 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Við elskum að spila við toppliðin
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiðinlegt tap, kannski óþarfa tap líka. Getur vel verið að Valur hafi verið betra liðið á vellinum en við erum að gefa þeim mörk sem mér finnst vera algjör óþarfi, þetta er hundfúlt," sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 tap gegn Val á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 Valur

Valur komst í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki úr aukaspyrnu, Andra fannst Valsliðið hafa áhrif á dómarann þar.

„Mér fannst Valsliðið sækja þessa aukaspyrnu, ekki bara með því að detta og fá aukaspyrnuna heldur fannst mér líka að einhvern vegin náðu þær að hafa áhrif á dómarann, finnst mér allavega og hann féll í þessa gildru, aukaspyrna engu að síður og skora úr henni ég tek það ekkert af henni."

Liðið ætlaði að ná í öll stigin í dag sama þó þetta hafi verið gegn toppliðinu segir Andri.

„Fara óhræddar í leikinn, ekkert stress eða panikk eða neitt, þetta eru bara ellefu á móti ellefu og við hungraðar í sigur, það er búið að ganga ágætlega í síðustu leikjum að loka á liðin en við vildum taka þrjá punkta, við vildum gera það í dag alveg sama hver andstæðingurinn er."

Hvað fannst þér jákvætt í leik liðsins?

„Við finnum alltaf einhverja jákvæða punkta, þeir koma kannski samt þegar maður horfir á leikinn aftur þá sér maður oftast aftur ljósu punktana en já, að sjálfsögðu það er alltaf eitthvað jákvætt úr leiknum."

Það hafa verið erfiðir leikir upp á síðkastið hjá liðinu, Breiðablik næst, hvernig lýst þér á það verkefni?

„Bara vel, þær voru að spila í dag eins og við, við getum ekki talað um þreytu eða neitt slíkt. Breiðablik að sjálfsögðu með gott lið en það eru leikirnir sem við elskum að fara í, það eru toppliðin, við elskum það."
Athugasemdir