Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 24. júlí 2021 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Við elskum að spila við toppliðin
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiðinlegt tap, kannski óþarfa tap líka. Getur vel verið að Valur hafi verið betra liðið á vellinum en við erum að gefa þeim mörk sem mér finnst vera algjör óþarfi, þetta er hundfúlt," sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 tap gegn Val á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  3 Valur

Valur komst í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki úr aukaspyrnu, Andra fannst Valsliðið hafa áhrif á dómarann þar.

„Mér fannst Valsliðið sækja þessa aukaspyrnu, ekki bara með því að detta og fá aukaspyrnuna heldur fannst mér líka að einhvern vegin náðu þær að hafa áhrif á dómarann, finnst mér allavega og hann féll í þessa gildru, aukaspyrna engu að síður og skora úr henni ég tek það ekkert af henni."

Liðið ætlaði að ná í öll stigin í dag sama þó þetta hafi verið gegn toppliðinu segir Andri.

„Fara óhræddar í leikinn, ekkert stress eða panikk eða neitt, þetta eru bara ellefu á móti ellefu og við hungraðar í sigur, það er búið að ganga ágætlega í síðustu leikjum að loka á liðin en við vildum taka þrjá punkta, við vildum gera það í dag alveg sama hver andstæðingurinn er."

Hvað fannst þér jákvætt í leik liðsins?

„Við finnum alltaf einhverja jákvæða punkta, þeir koma kannski samt þegar maður horfir á leikinn aftur þá sér maður oftast aftur ljósu punktana en já, að sjálfsögðu það er alltaf eitthvað jákvætt úr leiknum."

Það hafa verið erfiðir leikir upp á síðkastið hjá liðinu, Breiðablik næst, hvernig lýst þér á það verkefni?

„Bara vel, þær voru að spila í dag eins og við, við getum ekki talað um þreytu eða neitt slíkt. Breiðablik að sjálfsögðu með gott lið en það eru leikirnir sem við elskum að fara í, það eru toppliðin, við elskum það."
Athugasemdir
banner