Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 24. ágúst 2021 17:00
Innkastið
„Ef Víkingur klárar titilinn þá verður þetta goðsagnakennt atvik"
Sölvi Geir með fyrirliðabandið.
Sölvi Geir með fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljósmynd í kjölfar atviksins. Sölvi liggur þarna fyrir aftan Ingvar Jónsson.
Ljósmynd í kjölfar atviksins. Sölvi liggur þarna fyrir aftan Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, hefur fengið mikla athygli eftir björgun sína á marklínu gegn Val á laugardag. Sölvi lá á jörðinni og setti hausinn í boltann til að koma í veg fyrir að Tryggvi Hrafn Haraldsson, sóknarmaður Vals, skoraði mark. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Sölva Geir.

„Sölvi var maður leiksins og hann á móment leiksins. Hann fórnaði höfðinu á sér til að koma í veg fyrir mark. Ef Víkingur klárar titilinn þá verður þetta goðsagnakennt atvik," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér neðst í fréttinni.

„Ég las viðtal við hann og hann sagði 'þetta gerðist svo hratt, ég fékk engann tíma til að hugsa'. Ég held að sama þótt hann hefði fengið heillangan tíma til að hugsa þetta þá held ég að þetta hefði alltaf orðið sama niðurstaða," sagði Albert Brynjar Ingason.

„Það eru ekki margir fótboltamenn þar sem þetta 'hausinn í þetta' er fyrsta hugsunin," sagði Elvar.

„Hann bjargar þessu en Tryggvi er eiginlega hræddari en Sölvi. Hann dregur úr og rennur, þetta var alveg ótrúlegt," sagði Albert. Albert var beðinn um að setja sig í stöðu Tryggva, hefði hann þorað að fara af fullum krafti í boltann?

„Ég veit það ekki, þú sért hausinn á honum koma. Ef maður hefði átt möguleika á að 'chippa' boltanum en maður hefði aldrei fylgt af krafti í gegn, ekki séns," sagði Albert.

„Sölvi er þannig að hann fer þetta rosa mikið á því að vera stríðsmaður, skrokkurinn á honum er eiginlega löngu ónýtur ef maður orðar það þannig. Hann er settur í hægri bakvörð í þessum leik. Arnar Gunnlaugs er ólíkindatól og Sölvi leysti það alveg stórkostlega vel," sagði Elvar.

„Ég kom inn í leikinn þegar tíu mínútur voru búnar. Það voru svo miklir yfirburðir hjá Víkingum í þessum leik að það var búið að líða vel á fyrri hálfleikinn þegar ég heyrði Kristinn Kjærnested (lýsanda á Stöð2Sport) segja að Sölvi væri búinn að leysa hægri bakvörðinn vel. Ég var ekki búinn að kveikja á því að hann væri þar. Maður sá ekki að það var eitthvað vesen að hafa hann þar. Það kom manni á óvart en hann tæklaði þetta vel," sagði Albert.

Sjá einnig:
Björgun sem gæti farið í sögubækurnar
Sölvi: Kom í veg fyrir mark og ekki miklar skemmdir á sjálfum mér
Bílslysið haft mikil áhrif á feril Sölva - „Hefði viljað sjá hann í enska"



Innkastið - Albert Brynjar og brjáluð barátta um þann stóra
Athugasemdir
banner