Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 24. september 2023 20:57
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur með að liðið skyldi tapa 4-2 gegn KA í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Vonbrigði að tapa þessum leik, þetta var mjög skrýtinn leikur. Þeir skora náttúrulega 3 mörk fyrir utan teig með frábærum skotum og ekkert sem við fengum viðráðið þar, bara flott mörk. Jú við hefðum alveg getað komið í veg fyrir þetta aukaspyrnumark og fyrsta markið með því að vera ekki að missa boltan rétt fyrir utan teig, en hann bara klárar þetta frábærlega og ekkert við því að gera. Mér fannst leikurinn kannski ekki spilast þannig í úrslitum, miðað við hvernig þetta fór. Mér fannst við spila ágætlega, við þurftum að gera fullt af breytingum þegar staðan er 3-1 og reyna að hrista aðeins upp í þessu, reyna að setja aðeins meiri þyngd í sóknarleikinn og annað slíkt. En síðan skora þeir bara fjórða markið hérna í lokin. En heilt yfir náttúrulega bara fúlt að tapa, en það er enginn tími til að hengja haus það er bara stutt í næsta leik og við þurfum að ekki missa trúnna, halda áfram og gíra okkur aftur upp í á móti HK á fimmtudaginn."

Fallbaráttan er gríðarlega spennandi núna þar sem það er bara 1 stig á milli Fylkis, ÍBV og Fram. Það er nóg til að spila fyrir hjá Fylki og ætti því að þurfa lítið að mótivera leikmenn fyrir Rúnar.

„Jú jú, það þarf ekkert. Við töluðum um það að þetta væri bara úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira og við þurfum að klára þessa leiki. Við eigum HK núna sem eru þarna rétt fyrir ofan okkur og síðan eigum við Keflavík og Fram eftir. Þetta er bara bullandi barátta og við þurfum bara að einbeita okkur að einu í einu og við þurfum að eiga góðan leik á móti HK. Svo náttúrulega snýst þetta um að ef við klárum ekki okkar leiki, hvernig aðrir leikir fara, hvernig innbyrðis leikir fara og annað slíkt. Við verðum að klára okkar leiki og gera vel, allavega leggja okkur fram í þetta og reyna að spila vel og sjá hvernig fer með úrslitin þá."

Ólafur Karl Finsen var ekki með í dag vegna meiðsla en er einhverjar líkur á því að hann spili meira á tímabilinu?

„Það er bara erftt að segja, hann er meiddur framan í læri og svona miðað við þessi fræði þá ætti hann ekki að ná neinu sem eftir er en við sjáum til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner