Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   sun 24. september 2023 20:57
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur með að liðið skyldi tapa 4-2 gegn KA í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Vonbrigði að tapa þessum leik, þetta var mjög skrýtinn leikur. Þeir skora náttúrulega 3 mörk fyrir utan teig með frábærum skotum og ekkert sem við fengum viðráðið þar, bara flott mörk. Jú við hefðum alveg getað komið í veg fyrir þetta aukaspyrnumark og fyrsta markið með því að vera ekki að missa boltan rétt fyrir utan teig, en hann bara klárar þetta frábærlega og ekkert við því að gera. Mér fannst leikurinn kannski ekki spilast þannig í úrslitum, miðað við hvernig þetta fór. Mér fannst við spila ágætlega, við þurftum að gera fullt af breytingum þegar staðan er 3-1 og reyna að hrista aðeins upp í þessu, reyna að setja aðeins meiri þyngd í sóknarleikinn og annað slíkt. En síðan skora þeir bara fjórða markið hérna í lokin. En heilt yfir náttúrulega bara fúlt að tapa, en það er enginn tími til að hengja haus það er bara stutt í næsta leik og við þurfum að ekki missa trúnna, halda áfram og gíra okkur aftur upp í á móti HK á fimmtudaginn."

Fallbaráttan er gríðarlega spennandi núna þar sem það er bara 1 stig á milli Fylkis, ÍBV og Fram. Það er nóg til að spila fyrir hjá Fylki og ætti því að þurfa lítið að mótivera leikmenn fyrir Rúnar.

„Jú jú, það þarf ekkert. Við töluðum um það að þetta væri bara úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira og við þurfum að klára þessa leiki. Við eigum HK núna sem eru þarna rétt fyrir ofan okkur og síðan eigum við Keflavík og Fram eftir. Þetta er bara bullandi barátta og við þurfum bara að einbeita okkur að einu í einu og við þurfum að eiga góðan leik á móti HK. Svo náttúrulega snýst þetta um að ef við klárum ekki okkar leiki, hvernig aðrir leikir fara, hvernig innbyrðis leikir fara og annað slíkt. Við verðum að klára okkar leiki og gera vel, allavega leggja okkur fram í þetta og reyna að spila vel og sjá hvernig fer með úrslitin þá."

Ólafur Karl Finsen var ekki með í dag vegna meiðsla en er einhverjar líkur á því að hann spili meira á tímabilinu?

„Það er bara erftt að segja, hann er meiddur framan í læri og svona miðað við þessi fræði þá ætti hann ekki að ná neinu sem eftir er en við sjáum til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner