Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   sun 24. september 2023 20:57
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur með að liðið skyldi tapa 4-2 gegn KA í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Vonbrigði að tapa þessum leik, þetta var mjög skrýtinn leikur. Þeir skora náttúrulega 3 mörk fyrir utan teig með frábærum skotum og ekkert sem við fengum viðráðið þar, bara flott mörk. Jú við hefðum alveg getað komið í veg fyrir þetta aukaspyrnumark og fyrsta markið með því að vera ekki að missa boltan rétt fyrir utan teig, en hann bara klárar þetta frábærlega og ekkert við því að gera. Mér fannst leikurinn kannski ekki spilast þannig í úrslitum, miðað við hvernig þetta fór. Mér fannst við spila ágætlega, við þurftum að gera fullt af breytingum þegar staðan er 3-1 og reyna að hrista aðeins upp í þessu, reyna að setja aðeins meiri þyngd í sóknarleikinn og annað slíkt. En síðan skora þeir bara fjórða markið hérna í lokin. En heilt yfir náttúrulega bara fúlt að tapa, en það er enginn tími til að hengja haus það er bara stutt í næsta leik og við þurfum að ekki missa trúnna, halda áfram og gíra okkur aftur upp í á móti HK á fimmtudaginn."

Fallbaráttan er gríðarlega spennandi núna þar sem það er bara 1 stig á milli Fylkis, ÍBV og Fram. Það er nóg til að spila fyrir hjá Fylki og ætti því að þurfa lítið að mótivera leikmenn fyrir Rúnar.

„Jú jú, það þarf ekkert. Við töluðum um það að þetta væri bara úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira og við þurfum að klára þessa leiki. Við eigum HK núna sem eru þarna rétt fyrir ofan okkur og síðan eigum við Keflavík og Fram eftir. Þetta er bara bullandi barátta og við þurfum bara að einbeita okkur að einu í einu og við þurfum að eiga góðan leik á móti HK. Svo náttúrulega snýst þetta um að ef við klárum ekki okkar leiki, hvernig aðrir leikir fara, hvernig innbyrðis leikir fara og annað slíkt. Við verðum að klára okkar leiki og gera vel, allavega leggja okkur fram í þetta og reyna að spila vel og sjá hvernig fer með úrslitin þá."

Ólafur Karl Finsen var ekki með í dag vegna meiðsla en er einhverjar líkur á því að hann spili meira á tímabilinu?

„Það er bara erftt að segja, hann er meiddur framan í læri og svona miðað við þessi fræði þá ætti hann ekki að ná neinu sem eftir er en við sjáum til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner