Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 24. október 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Risaleikur á Old Trafford
Manchester United og Chelsea eigast við á Old Trafford í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30.

Eftir slæma byrjun hjá Man Utd hefur Ole Gunnar Solskjær tekist að vinna í síðustu tveimur leikjum. Liðið vann Newcastle síðustu helgi, 4-1, og þá lagði liðið Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Timo Werner og Kai Havertz eru að hrökkva í gang hjá Chelsea en þrátt fyrir það er varnarleikurinn mikið áhyggjuefni. Varnarleikurinn hefur verið slakur hjá United en það er þó vonast eftir því Axel Tuanzebe sé lausnin í vörn heimamanna.

Liverpool fær þá Sheffield United í heimsókn á Anfield. Virgil van Dijk er sennilega frá út tímabilið og virðist brasilíski miðjumaðurinn Fabinho ætla að leysa það hlutverk en hann gerði afar vel í 1-0 sigri liðsins á Ajax í vikunni.

West Ham er þá á fleygiferð. Liðið náði í ótrúlegt 3-3 jafntefli gegn Tottenham Hotspur síðustu helgi en verkefnið gæti verið erfiðara í þetta sinn er liðið fær Manchester City í heimsókn.

Nýliðar Fulham spila þá við Roy Hodgson og félaga í Crystal Palace en leikurinn fer fram á Craven Cottage.

Leikir dagsins:
11:30 West Ham - Man City
14:00 Fulham - Crystal Palace
16:30 Man Utd - Chelsea
19:00 Liverpool - Sheffield Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner