Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 25. janúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea vill ráða Tuchel fyrir leikinn á miðvikudag
Sky Sports segir að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær Thomas Tuchel verður ráðinn stjóri Chelsea.

Frank Lampard var rekinn frá Chelsea í dag og Tuchel er að taka við starfinu.

Chelsea vill ganga frá samningi við Tuchel fyrir leikinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn.

Hinn 47 ára gamli Tuchel var sjálfur rekinn frá PSG á aðfangadag en Mauricio Pochettino tók við af honum.

Tuchel, sem fór með PSG í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, tók við frönsku meisturunum 2017 eftir að hafa áður stýrt Mainz og Borussia Dortmund.
Athugasemdir