Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. janúar 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Everton velur Pereira fram yfir Lampard og Rooney
Vitor Pereira verður stjóri Everton
Vitor Pereira verður stjóri Everton
Mynd: Getty Images
Vitor Pereira verður nýr stjóri Everton í lok vikunnar en þetta segir David Maddock hjá Mirror.

Portúgalski þjálfarinn tók við Fenerbahce í Tyrklandi síðasta sumar en var rekinn í síðasta mánuði. Hann hefur áður þjálfað Porto, Olympiakos, Al-Ahli, Shanghai SIPG og 1860 München.

Everton lét Rafael Benítez taka poka sinn á dögunum eftir nokkra mánuði í starfi en Duncan Ferguson stýrir liðinu tímabundið þangað til Everton finnur nýjan stjóra.

Þrír komu til greina. Frank Lampard, Wayne Rooney og Pereira, en Rooney var talinn með of litla reynslu og því fór það ekki lengra.

Pereira og Lampard fóru báðir í tvö atvinnuviðtöl hjá Everton en Farhad Moshiri, eigandi Everton, leist ekki vel á Pereira eftir fyrsta viðtalið. Hann var talsvert hrifnari af honum í seinna viðtalinu á meðan honum leist ekki á hugmyndir Lampard.

Samkvæmt Maddock verður Pereira ráðinn nýr stjóri Everton í lok vikunnar.
Athugasemdir
banner
banner