Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. febrúar 2020 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum liðsfélagi Hazard: Hann elskar hamborgara
Eden Hazard elskar að fá sér borgara
Eden Hazard elskar að fá sér borgara
Mynd: Getty Images
Marcin Bulka, fyrrum liðsfélagi Eden Hazard hjá Chelsea, er með gilda og góða ástæðu fyrir því að belgíski leikmaðurinn hefur átt í vandræðum með þyngd sína.

Bulka eyddi þremur árum með Hazard hjá Chelsea áður en hann samdi við Paris Saint-Germain síðasta sumar. Hazard ákvað þá að fara til Real Madrid en Bulka var með sögur af honum og Thibaut Courtois.

Hazard hefur átt í vandræðum með að halda sér í formi á Spáni og á dögunum meiddist hann illa og verður frá út tímabilið.

„Hann elskar hamborgara og pizzur. Ég var alltaf að sjá hann á pizzastöðum," sagði Bulka.

„Hann pælir í engu öðru en að spila fótbolta og hafa gaman og þetta var ekkert vandamál hjá Chelsea en eftir að hann fór til Real Madrid, þar sem hann hefur tildæmis verið að glíma við meiðsli þá hefur hann farið aðeins upp í þyngd."

Bulka ræddi einnig belgíska markvörðinn Thibaut Courtois en hann segir að hann eigi erfitt með að taka gagnrýni.

„Hann er með stórt egó. Ef hann gerir mistök þá fer hann til þjálfarans og afsakar sig með því að segja að varnarmaðurinn hafi ekki verið rétt staðsettur. Hann vill aldrei taka ábyrgð á eigin mistökum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner