Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 25. maí 2022 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Einar Orri: Fólk trúði því að við gætum strítt þeim
Einar Orri Einarsson
Einar Orri Einarsson
Mynd: VF-mynd: JPK
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson, leikmaður Njarðvíkur, var hæstánægður eftir 4-1 sigur á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag en montrétturinn er Njarðvíkinga.

Einar kom til Njarðvíkur frá Kórdrengjum fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík þar áður fjórtán tímabil með meistaraflokki frá 2005 til 2018.

„Hún er frábær og mjög gaman að koma hérna og langt síðan maður hefur spilað fyrir framan svona marga áhorfendur og þvílík stemning í stúkunni og taka 4-1 sigur er frábær."

„Já, það æxlaðist þannig að við erum búnir að byrja mjög vel og fólk trúði að við gætum strítt þeim og við trúðum því mest allra sjálfir og við sýndum það í dag. Það er búið að vera smá fight síðustu daga en allt í góðum banter,"
sagði Einar Orri við Fótbolta.net.

Einar hefur aðeins spilað tvo leiki í 2. deildinni með Njarðvíkingum í sumar en hann meiddist í byrjun tímabils. Hann fékk krampa undir lok leiks og þurfti skiptingu.

„Þetta var orðið helvíti þungt. Ég teygði eitthvað aðeins og reyndi eitthvað áfram en þetta krampaðist allt. Ég var ekki búinn að spila mikið á þessu tímabili og meiddist aðeins rétt fyrir tímabil, var búinn með einhverjar þrjátíu mínútur og svo skella sér í 80 plús mínútur á þessu grasi á þessu tempói hjá Keflavíkurliðinu, eitthvað þurfti að gefa sig."

Njarðvík er komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins en hann væri til í að mæta Kórdrengjum.

„Það væri reyndar geðveikt. Ég var ekki með óska mótherja en þegar þú sagðir þetta þá væri það gaman. Jafnvel að skella mér í Safamýrina og skella þeim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner