Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 25. maí 2022 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Einar Orri: Fólk trúði því að við gætum strítt þeim
Einar Orri Einarsson
Einar Orri Einarsson
Mynd: VF-mynd: JPK
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson, leikmaður Njarðvíkur, var hæstánægður eftir 4-1 sigur á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag en montrétturinn er Njarðvíkinga.

Einar kom til Njarðvíkur frá Kórdrengjum fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík þar áður fjórtán tímabil með meistaraflokki frá 2005 til 2018.

„Hún er frábær og mjög gaman að koma hérna og langt síðan maður hefur spilað fyrir framan svona marga áhorfendur og þvílík stemning í stúkunni og taka 4-1 sigur er frábær."

„Já, það æxlaðist þannig að við erum búnir að byrja mjög vel og fólk trúði að við gætum strítt þeim og við trúðum því mest allra sjálfir og við sýndum það í dag. Það er búið að vera smá fight síðustu daga en allt í góðum banter,"
sagði Einar Orri við Fótbolta.net.

Einar hefur aðeins spilað tvo leiki í 2. deildinni með Njarðvíkingum í sumar en hann meiddist í byrjun tímabils. Hann fékk krampa undir lok leiks og þurfti skiptingu.

„Þetta var orðið helvíti þungt. Ég teygði eitthvað aðeins og reyndi eitthvað áfram en þetta krampaðist allt. Ég var ekki búinn að spila mikið á þessu tímabili og meiddist aðeins rétt fyrir tímabil, var búinn með einhverjar þrjátíu mínútur og svo skella sér í 80 plús mínútur á þessu grasi á þessu tempói hjá Keflavíkurliðinu, eitthvað þurfti að gefa sig."

Njarðvík er komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins en hann væri til í að mæta Kórdrengjum.

„Það væri reyndar geðveikt. Ég var ekki með óska mótherja en þegar þú sagðir þetta þá væri það gaman. Jafnvel að skella mér í Safamýrina og skella þeim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir