Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   mið 25. júní 2025 23:59
Sölvi Haraldsson
2. deildin komið Rúnari á óvart - „Gaman að kynnast landinu“
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta var frekar rólegur leikur, rólegt tempó í honum. Ágætisleikur, fínt að vinna þennan leik, eykur sjálfstraustið okkar. Þetta var fínt.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Gróttu, eftir 2-1 sigur á Dalvík/Reyni í Fótbolti.net bikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Dalvík/Reynir

Hvernig líður Rúnari í Gróttu?

„Mér líður mjög vel hérna á Nesinu. Mjög skemmtilegir strákar, skemmtilegt lið og ágætis umgjörð í kringum okkur. Mér líður bara vel. Þetta er betri deild en ég hélt. Bara búið að vera bráðskemmtilegir leikir. Gaman að kynnast landinu og fara út um allt að spila.“

Það var mikil leikmannavelta í Gróttu fyrir mót og sömuleiðis þjálfarabreytingar, hvernig hefur það gengið fyrir Rúnar og Gróttu að aðlagast þeim breytingum?

„Við höfum náð að púsla saman og fengið unga og efnilega stráka til okkar að búa til nýtt lið. Það finnst mér hafa gengið ágætlega. Tekur bara tíma. Bara glænýtt Gróttulið og ég er bjartsýnn á framhaldið. Spila skemmtilegan fótbolta og njóta þess að vera saman í þessu.“

Næsti leikur Gróttu er heimaleikur gegn Haukum en hver eru markmið sumarsins á Nesinu?

„Markmiðið er að reyna að gera eins vel og hægt er og fara upp um deild. Það er markmiðið hjá mörgum liðum held ég í þessari deild. Síðan bara sjáum við hvernig það gengur í lok móts.“ sagði Rúnar Páll að lokum.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner