
Íslenski landsliðshópurinn fyrir komandi leiki gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM var opinberaður í dag. Heimir Hallgrímsson ræddi við Fótbolta.net eftir valið en hann sá ekki ástæðu til að gera miklar breytingar á hópnum frá 1-0 sigrinum gegn Króatíu í sumar.
Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild
Hörður Björgvin Magnússon skoraði markið mikilvæga gegn Króatíu en Hörður hefur ekki fengið að spila mikið með félagsliði sínu, Bristol City í ensku B-deildinni.
„Það er undrunarefni að hann sé ekki að spila meira með Bristol. Hann hefur skorað sigurmörk í síðustu tveimur landsleikjum með Ísland. Við vonum bara að það haldi áfram," sagði Heimir.
Hann var spurður út í þá ákvörðun að taka þrjá sóknarmenn í þetta verkefni.
„Í ljósi þess hvaða leikmenn við höfum í hópnum þá eru margir á miðjusvæðinu fjölhæfir. Þegar rýnt er í það þá er þetta ekkert skrítið."
Í viðtalinu sem sjá má hér að ofan er einnig rætt um leikkerfið og stuðninginn sem Ísland má fá úti í Finnlandi.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir