Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fös 25. september 2020 19:03
Hilmar Jökull Stefánsson
Kristján Guðmunds: Ekkert venjulegt ár
Kvenaboltinn
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna kvenna í dag í 2-0 sigri Garðbæinga á KR.

„Virkilega góður fyrri hálfleikur og ákveðin værukærð í leikhléinu sem skilaði okkur því að KR fékk mjög gott færi og það setti svolítið tóninn fyrir seinni hálfleikinn. Það tók okkur langan tíma að ná stjórn á seinni hálfleik og það er einhver hlutur sem við þurfum að læra.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Stjarnan var mikið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og átti nokkur dauðafæri eftir flott spil en Kristjáni fannst seinni hálfleikur, sem var eign KR framan af, breytast við skiptingarnar sem hann og hans teymi gerðu.

„Okkur tókst það ágætlega í fyrri hálfleik að tengja spilið og fara inn í miðjusvæðið af því að þær komu framarlega á okkur. Þar með erum við að tengja spilið og skorum tvö mörk og áttum að vera búnar að skora áður, en Ingibjörg var fyrir. Í seinni hálfleik, um leið og við settum boltann upp á miðjuna og reyndum að finna framherjann, þá töpuðum við honum stanslaust þannig að við náðum engri stjórn á seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en að skiptingin kom sem að við litum vel út aftur.“

„Þær áttu góðan leik, báðir kantarnir, og ógnuðu mikið. Þær þurftu líka að verjast fínum bakvörðum frá KR. Við ákváðum að skipta ekki meira af því að eftir tvöföldu skiptinguna þá fengum við miklu betri stjórn á leiknum og vildum ekkert vera að færa neitt meira.“

Stjarnan er komið með 17 stig eftir sigurinn í dag en er það nóg til að liðið haldi sér uppi?

„Sagan segir að 17 stig sé nóg og við erum komnar með 17 stig. Þetta er ekkert venjulegt ár og ég held að það verði breyting á núna, þú þarft meira en 17 stig þannig að við þurfum að halda áfram að vinna fótboltaleiki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner