Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 25. september 2020 19:03
Hilmar Jökull Stefánsson
Kristján Guðmunds: Ekkert venjulegt ár
Kvenaboltinn
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Kristján og aðstoðarþjálfari hans, Óskar Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var heilt yfir sáttur með frammistöðu sinna kvenna í dag í 2-0 sigri Garðbæinga á KR.

„Virkilega góður fyrri hálfleikur og ákveðin værukærð í leikhléinu sem skilaði okkur því að KR fékk mjög gott færi og það setti svolítið tóninn fyrir seinni hálfleikinn. Það tók okkur langan tíma að ná stjórn á seinni hálfleik og það er einhver hlutur sem við þurfum að læra.“

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Stjarnan var mikið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og átti nokkur dauðafæri eftir flott spil en Kristjáni fannst seinni hálfleikur, sem var eign KR framan af, breytast við skiptingarnar sem hann og hans teymi gerðu.

„Okkur tókst það ágætlega í fyrri hálfleik að tengja spilið og fara inn í miðjusvæðið af því að þær komu framarlega á okkur. Þar með erum við að tengja spilið og skorum tvö mörk og áttum að vera búnar að skora áður, en Ingibjörg var fyrir. Í seinni hálfleik, um leið og við settum boltann upp á miðjuna og reyndum að finna framherjann, þá töpuðum við honum stanslaust þannig að við náðum engri stjórn á seinni hálfleik. Það var ekki fyrr en að skiptingin kom sem að við litum vel út aftur.“

„Þær áttu góðan leik, báðir kantarnir, og ógnuðu mikið. Þær þurftu líka að verjast fínum bakvörðum frá KR. Við ákváðum að skipta ekki meira af því að eftir tvöföldu skiptinguna þá fengum við miklu betri stjórn á leiknum og vildum ekkert vera að færa neitt meira.“

Stjarnan er komið með 17 stig eftir sigurinn í dag en er það nóg til að liðið haldi sér uppi?

„Sagan segir að 17 stig sé nóg og við erum komnar með 17 stig. Þetta er ekkert venjulegt ár og ég held að það verði breyting á núna, þú þarft meira en 17 stig þannig að við þurfum að halda áfram að vinna fótboltaleiki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner