Stuðningsmenn Chelsea setja réttilega spurningamerki við Enzo Maresca, stjóra liðsins, eftir tap gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Maresca brást hræðilega við rauðu spjaldi sem Robert Sanchez, markvörður Chelsea, fékk eftir fimm mínútna leik. Hann tók nánast alla skapandi leikmenn liðsins út af og það kom í bakið á Lundúnaliðinu.
Maresca brást hræðilega við rauðu spjaldi sem Robert Sanchez, markvörður Chelsea, fékk eftir fimm mínútna leik. Hann tók nánast alla skapandi leikmenn liðsins út af og það kom í bakið á Lundúnaliðinu.
„Þetta var pjúra rautt spjald, ekki hægt að segja neitt við því, en það sem á sér stað eftir það..." sagði Haraldur Örn Haraldsson í Enski boltinn hlaðvarpinu þegar rætt var um ákvarðanir Maresca eftir rauða spjaldið.
„Ég hefði verið brjálaður ef ég væri Chelsea maður. Þetta eru held ég verstu viðbrögð sem ég hef séð hjá þjálfara við rauðu spjaldi," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.
Maresca setti varamarkvörð sinn, Filip Jörgensen, inn á og bætti líka miðverðinum Tosin Adarabioyo við fyrir kantmennina Estevao og Pedro Neto. Svo fór Cole Palmer út af þegar United var komið í 1-0 en hann var tæpur.
„Maður er búinn að meta Enzo Maresca mikils síðustu mánuði en þarna missti maður svolítið trú á honum. 'Hvað ertu að gera?' Ég var svolítið gáttaður," sagði Kári Snorrason, sem er einnig stuðningsmaður Chelsea.
„Besti leikmaður okkar í að sækja hratt er líklegast Pedro Neto. Hann er duglegur varnarlega og er eldfljótur," sagði Haraldur og tók Kári undir það. „Pedro Neto hefði verið fullkominn leikmaður til að vera þarna inn á í 90 mínútur," sagði Kári.
„Með þessa Palmer skiptingu, þá fannst mér hann kasta inn hvíta handklæðinu. Ég þori að fullyrða að Palmer hefði klárað allavega fyrri hálfleikinn ef við hefðum verið ellefu á móti ellefu og staðan 0-0," sagði Kári jafnframt.
Það var líka athyglisvert að hvorki Alejandro Garnacho né Jamie Gittens komu inn á í leiknum. Í staðinn kom Tyrique George inn á, en það er leikmaður sem var næstum seldur frá Chelsea í sumar. Hinir voru keyptir á stórar upphæðir.
„Það voru fleiri skiptingar sem voru út í hött hjá Maresca. Núna segi ég bara stopp á Tyrique George. Akademíustrákur sem skoraði flott mark á móti Fulham á síðustu leiktíð en þetta er bara komið gott. Hann er ekki nógu góður," sagði Haraldur.
Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir