Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Án sigurs í þrjá mánuði - „Okkur líður vel að spila leiki í úrslitakeppnum"
Mosfellingar þurfa að vera duglegir að safna stigum í síðustu fjórum leikjunum.
Mosfellingar þurfa að vera duglegir að safna stigum í síðustu fjórum leikjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már.
Magnús Már.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Afturelding er í botnsæti Bestu deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af neðri hluta deildarinnar. Þrjú stig eru upp í ÍA sem er í 10. sætinu fyrir leiki helgarinnar.

Afturelding tekur á móti KA á Malbikstöðinni að Varmá á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er Afturelding í leit að sínum fyrsta sigri í þrjá mánuði.

Liðið vann ÍBV 23. júní á Þórsvelli en hefur ekki unnið síðan, en liðið hefur gert fimm jafntefli frá þeim leik, þ.á.m. gegn ÍBV í síðustu umferð. Fótbolti.net ræddi við Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, í aðdraganda leiksins.

Hvað þarf Afturelding að gera til að vinna á sunnudaginn og hvað hefur vantað upp á til að ná í sigur síðustu mánuði?

„Við þurfum að spila af ennþá meiri gleði sóknarlega og vera ennþá grimmari varnarlega. Frammistöðurnar hafa verið fínar í langflestum leikjum á tímabilinu og nú þurfum við að láta það endurspeglast í góðri stigasöfnun í úrslitakeppninni," segir Maggi.

Er leikurinn lagður upp sem úrslitaleikur?
Leikurinn er fyrri af aðeins tveimur heimaleikjum Aftureldingar í neðri hlutanum.

„Allir leikir í þessari úrslitakeppni eru gríðarlega mikilvægir og þessi leikur er einn af þeim. Afturelding þekkir úrslitakeppni vel og okkur líður vel að spila leiki í úrslitakeppnum."

„Stemningin hjá stuðningsmönnum magnast vanalega upp í úrslitakeppninni og við þurfum á því að halda á sunnudaginn. KFC ætlar að bjóða áhorfendum frítt á leikinn og vonandi troðfylla Mosfellingar áhorfendasvæðið á Malbikstöðinni að Varmá og láta vel í sér heyra. Stuðningurinn hefur verið flottur í sumar og ég veit að stuðningsmennirnir eiga einn gír inni alveg eins og liðið. Ég er sannfærður um að við sjáum alla stíga upp á sunnudaginn og þetta verði frábær dagur í Mosó,"
segir Maggi.

Afturelding fór í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeildinni árið 2023 og vann svo úrslitaleikinn í umspilinu 2024 og komst með því í fyrsta sinn upp í Bestu deildinni.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 23 6 6 11 44 - 55 -11 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir
banner