Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víkingur Ólafsvík og Tindastóll frá Sauðárkróki í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á hybrid grasi Laugardalsvallar.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans
Einnig verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans
Einnig verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Ólafsvíkurliðið er í 2. deild en Tindastóll er í 3. deild.
Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það Selfoss sem fagnaði sigri gegn KFA í úrslitaleik.
Athugasemdir