Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 25. nóvember 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Salah snýr aftur
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos er ekki með Real Madrid í kvöld.
Sergio Ramos er ekki með Real Madrid í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það hefjast sex leikir í Meistaradeildinni klukkan 20:00. Mínútþögn verður fyrir leikina vegna andláts Diego Maradona.

Liverpool tekur á móti Atalanta og getur með sigri tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin.

Mohamed Salah snýr aftur í lið Liverpool eftir að hafa jafnað sig á kórónuveirunni. Fabinho, Roberto Firmino, Andy Robertson og Diogo Jota byrja á bekknum hjá Liverpool.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson; N. Williams, R. Williams, Matip, Tsimikas, Jones, Wijnaldum, Milner, Salah, Origi, Mane.
(Varamenn: Adrian, Kelleher, Fabinho, Firmino, Minamino, Jota, Robertson, Cain, Clarkson, Koumetio)

Byrjunarlið Atalanta: Gollini; Toloi, Romero, Djimsiti, Hateboer, De Roon, Pessina, Freuler, Gosens, Ilicic, Gomez.

Í sama riðli mætast Ajax og Midtjylland. Mikael Neville Anderson byrjar á bekknum hjá Midtjylland.

Það er stórleikur í B-riðli þar sem staðan er mjög jöfn. Inter tekur á móti Real Madrid. Borussia Mönchengladbach er að vinna 3-0 gegn Shakhtar og er á leið í átta stig. Shakhtar er með fjögur stig, eins og Real Madrid. Inter er með tvö stig og þarf á sigri að halda í kvöld. Sergio Ramos og Karim Benzema eru ekki með Real í kvöld.

Byrjunarlið Inter: Handanovic; Hakimi, Skriniar, De Vrij, Bastoni, Young, Barella, Gagliardini, Vidal, Lukaku, Martinez.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois; Carvajal, Varane, Nacho, Mendy, Modric, Kroos, Ödegaard, Vazquez, Mariano, Hazard.

Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern geta tryggt sig áfram með sigri gegn Salzburg. Jafntefli gæti líka dugað.

Byrjunarlið Bayern: Neuer; Pavard, Boateng, Alaba, Richards, Roca, Goretzka, Gnabry, Muller, Coman, Lewandowski.

Leikir dagsins:

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group A
20:00 Bayern - Salzburg (Stöð 2 Sport)
20:00 Atletico Madrid - Lokomotiv

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group B
17:55 Gladbach - Shakhtar D
20:00 Inter - Real Madrid (Stöð 2 Sport 5)

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group C
17:55 Olympiakos - Man City (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Marseille - Porto

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group D
20:00 Liverpool - Atalanta (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Ajax - Midtjylland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner