Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. nóvember 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Leicester getur komið sér í vænlega stöðu
Leicester mætir Legia
Leicester mætir Legia
Mynd: Getty Images
West Ham spilar við Rapid Vín
West Ham spilar við Rapid Vín
Mynd: Getty Images
Fimmta umferð Evrópudeildarinnar heldur áfram í kvöld en Leicester City getur komið sér í væna stöðu ef liðinu tekst að vinna Legia frá Póllandi.

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester er í neðsta sæti C-riðils en liðið spilar við Legia. Með sigri getur Leicester komið sér upp í efsta sæti riðilsins.

Ögmundur Kristinsson og félagar í Olympiakos mæta Fenerbahce og þá verður Elías Rafn Ólafsson í eldlínunni er Midtjylland spilar við Braga í F-riðli.

West Ham spilar við austurríska liðið Rapid Vín í H-riðli og getur tryggt toppsætið.

Antonio Conte og hans menn í Tottenham spila þá við Mura í Sambandsdeildinni.

Leikir dagsins:

EVRÓPUDEILDIN - A-RIÐILL
20:00 Brondby - Lyon
20:00 Rangers - Sparta Prag

EVRÓPUDEILDIN - B-RIÐILL
20:00 PSV - Sturm
20:00 Mónakó - Real Sociedad

EVRÓPUDEILDIN - C-RIÐILL
20:00 Leicester - Legia

EVRÓPUDEILDIN - D-RIÐILL
20:00 Eintracht Frankfurt - Antwerp
20:00 Olympiakos - Fenerbahce

EVRÓPUDEILDIN - E-RIÐILL
17:45 Lokomotiv - Lazio
17:45 Galatasaray - Marseille

EVRÓPUDEILDIN - F-RIÐILL
17:45 Rauða stjarnan - Ludogorets
17:45 Midtjylland - Braga

EVRÓPUDEILDIN - G-RIÐILL
17:45 Leverkusen - Celtic
17:45 Betis - Ferencvaros

EVRÓPUDEILDIN - H-RIÐILL
17:45 Rapid - West Ham
17:45 Dinamo Zagreb - Genk

SAMBANDSDEILDIN - G-RIÐILL
17:45 Mura - Tottenham
17:45 Rennes - Vitesse
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner