Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Duncan Ferguson að taka við botnliði C-deildar
Duncan Ferguson
Duncan Ferguson
Mynd: Getty Images
Skoski þjálfarinn Duncan Ferguson er í viðræðum um að taka við enska C-deildarliðinu Forest Green Rovers. Þetta segir blaðamaðurinn Fraser Fletcher.

Ferguson kom fyrst inn í þjálfaralið Everton árið 2014 og hefur í raun verið viðloðandi aðalliðið síðan.

Hann tók við aðalliðinu til bráðabirgða árið 2019 er Marco Silva var látinn fara og var síðan gerður að aðstoðarþjálfara bæði undir stjórn Carlo Ancelotti og Rafael Benítez.

Skotinn var gerður að bráðabirgðastjóra í annað sinn er Benítez var látinn taka poka sinn og stýrði liðinu í einum leik áður en Frank Lampard tók við, en yfirgaf síðan félagið eftir tímabilið.

Ferguson er nú klár að fara aftur út í þjálfun en hann mun nú reyna fyrir sér hjá enska C-deildarliðinu Forest Green Rovers.

Ian Burchnall var látinn fara eftir að hafa unnið aðeins fimm leiki á tímabilinu og eru nú viðræður við Ferguson komnar langt á veg samkvæmt blaðamanninum Fraser Fletcher. Þetta er fyrsta sinn sem hann er aðalþjálfari í fullu starfi.

Forest Green Rovers er í neðsta sæti C-deildarinnar með 21 stig eftir 28 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner