sun 26. mars 2023 12:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfestir áhuga Brasilíu á Ancelotti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Brasilíska landsliðið er í leit að þjálfara eftir að Tite sagði starfi sínu lausu eftir HM í Katar. Það hefur verið hálfgert opinbert leyndarmál að Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid væri efstur á blaði.


Leikmenn landsliðsins hafa tjáð sig um Ancelotti og margir hverjir virðast mjög spenntir að fá hann.

Ednaldo Rodrigues forseti brasilíska sambandsins staðfestir að Ancelotti sé efstur á blaði og hann ætli að fá Ítalann til Brasilíu ef hann verður laus eftir tímabilið hjá Real Madrid.

„Ancelotti er vel virtur hjá öllum leikmönnum. Ekki bara Ronaldo eða Vinicius Jr heldur öllum sem hafa spilað undir hans stjórn," sagði Rodrigues.

Ég kann að meta það hversu heiðarlegur hann er og samkvæmur sjálfum sér. Það þarf ekkert að kynna hann, hann er stórkostlegur þjálfari sem hefur unnið mikið og við vonum að hann geti unnið enn meira."

Þá segir Rodrigues að það sé mikill áhugi frá brasilísku þjóðinni að fá Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner