Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 26. maí 2023 23:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór hæstánægður eftir kærkominn sigur: Risastór áfangi
Lengjudeildin
Jón þór segir sigurinn sanngjarnan.
Jón þór segir sigurinn sanngjarnan.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktor Jónsson skoraði í kvöld.
Viktor Jónsson skoraði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrsti sigur ÍA í mótsleik frá því í lokaumferð síðasta tímabils kom í kvöld þegar liðið lagði Leikni í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar.

„Það er alltof langt síðan síðast, kærkomið ekki spurning. Við erum búnir að vinna í því að skerpa aðeins á okkar sóknarleik. Okkur hefur vantað að breyta góðum spilköflum yfir í dauðafæri og mörk, við breyttum því aðeins og það tókst í dag sem betur fer," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

„Auðvitað var erfitt að fá jöfnunarmark á sig á lokaandartökunum (í fyrri hálfleik). Ég þurfti aðeins að brýna menn hvað það varðar. Við fengum álíka skell í síðasta leik fyrir hálfleikinn [töldu sig hafa jafnað leikinn gegn Aftureldingu en voru dæmdir brotlegir]. Mér fannst við ekki svara því nægilega vel í þeim leik, þannig það var einfalt mál fyrir mig að brýna það. Ég var mjög ánægður með hvernig við komum út í seinni hálfleikinn."

ÍA komst í 1-2 í upphafi seinni hálfleiks en við tók kafli þar sem Leiknir sótti mikið.

„Mér fannst við byrja báða hálfleikina frábærlega, þeir fengu að vísu fyrsta færi leiksins, en eftir það þá tókum við öll völd á vellinum fannst mér og áttum mjög góðan kafla. Við gefum eftir í bæði fyrri og seinni hálfleik, svo sem ekkert óeðlilegt - Afturelding og Leiknir eru bæði vel spilandi og góð fótboltalið. Við þurfum aðeins að læra að taka aðeins betri stjórn á því þegar við missum tök á einhverjum köflum í leikjum. Þeir komust inn í leikinn (í 1-2) og liðin skiptust á að stjórna leiknum, sem er ekkert óeðlilegt hérna á útivelli á móti Leikni. Ég er hæstánægður með að ná að koma þessum mörkum inn og fannst að lokum við vinna sanngjarnan sigur. Mér fannst við spila vel. Sigurinn kærkominn, held þetta sé fyrsti sigur ÍA hér síðan 2015, þannig þetta er risastór áfangi fyrir okkur."

Þriðja mark ÍA kom eftir hornspyrnu og gaf gestunum smá andrými.

„Já (það var léttir) og ég hefði viljað fá fjórða til þess að klára leikinn, ekkert alltof rólegur í 1-3 en 1-4 hefði klárað þetta. Auðvitað skipti þriðja markið miklu máli. Þeirra annað mark kom svo það seint að það var nánast lokaspyrna leiksins. Þetta var því aldrei þannig í hættu."

Jón Þór segir að sigurinn hafi verið sanngjarn en segir þó að liðið hefði misst dampinn í seinni hálfleik eftir að hafa komist aftur yfir. „Á köflum misstum við Leiknismennina í fullmikið 'control' og gáfum eftir fullmikil svæði og þeir voru fullmikið að spila í kringum okkur og inn á miðjuna. Við erum ekkert alveg fullkomlega sáttir við það. En ég held að ef á heildina sé litið þá sé sigurinn sanngjarn."

Viktor Jónsson skoraði í leiknum. Hann skoraði líka í síðasta leik en var þá dæmdur brotlegur og taldi markið ekki.

„Já, heldur betur. Viktor er auðvitað frábær framherji og við þurfum bara að koma honum í þessi færi og hann klárar þau," sagði Jón Þór.

Í lok viðtals, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, má sjá svör Jóns Þórs við spurningum um hinn unga Daniel Inga Jóhannesson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner