Það er ansi þéttur leikjapakki framundan í stærstu deildum Evrópu þar sem leikið verður í miðri viku eftir landsleikjahlé.
Það eru nokkrir leikir á dagskrá í kvöld þar sem Juventus mætir til leiks í Serie A, efstu deild ítalska boltans, á meðan Barcelona á leik í La Liga á Spáni.
FC Bayern heimsækir þá C-deildarlið Preussen Münster í þýska bikarnum á meðan Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille eiga heimaleik í frönsku deildinni.
Það er því nóg um að vera í Evrópuboltanum í dag og næstu daga.
Ítalía:
18:45 Juventus - Lecce (Stöð 2 Sport 2)
Spánn:
17:00 Sevilla - Almeria
19:30 Mallorca - Barcelona
Þýskaland:
18:45 Preussen Munster - FC Bayern
Frakkland:
19:00 Lille - Reims
Athugasemdir