Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 26. október 2018 12:42
Elvar Geir Magnússon
Ægir Jarl: Handviss um að ég muni skora meira núna
Ægir mættur í KR-búninginn.
Ægir mættur í KR-búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Mér líður virkilega vel í þessari treyju og er ánægður með að hafa valið þetta lið," segir Ægir Jarl Jónasson sem kominn er í KR frá Fjölni.

Fleiri félög höfðu áhuga á þessum tvítuga leikmanni en hann valdi að fara í Vesturbæinn.

„Þetta voru allt spennandi kostir og ég ber mikla virðingu fyrir þessum liðum. En ég taldi best fyrir mig að koma í KR á þessum tímapunkti."

„Ég þakka Fjölni fyrir allt. Það var leiðinlegt að fara frá þeim en ég þakka þeim fyrir allt og óska þeim góðs gengis í Inkasso-deildinni. Ég taldi samt best fyrir mig að fara aftur í Pepsi-deildina."

Af hverju féll Fjölnir í sumar?

„Það er stóra spurningin. Það var fullt af litlum atriðum sem voru ekki að ganga. Það er erfitt að velja eitthvað eitt. Margt klikkaði og við spiluðum ekki nægilega vel."

Ægir hefur fengið einhverja gagnrýni fyrir að skora ekki nægilega mikið.

„Ég er handviss um að ég muni skora meira núna. Rúnar hugsar mig framarlega á völlinn og KR er með fullt af góðum leikmönnum. Þetta er lið sem kemur boltanum mikið fyrir. Það heillaði mig við KR að ég vil spila framar frekar en á miðjunni," segir Ægir.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner