Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. október 2021 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hannes talar við Val á jákvæðum nótum
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson var gestur í þættinum Segðu mér á Rás 1 í morgun. Hann ræddi bæði um leikstjórnina og fótboltann.

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er umsjónamaður þáttarins. Staða Hannesar hjá Val hefur mikið verið á milli tannanna á fólki og enn óljóst hvort Hannes verði hjá Val á næsta tímabili. Sigurlaug spurði Hannes, sem er 37 ára, hvort hann væri orðinn of gamall til að spila fótbolta.

„Nei, nei, ég er það nú ekkert. Ég á eitt ár eftir af samningi mínum. Ég átti fínt tímabil í sumar og það er ekkert sem segir að ég sé 37 ára, það er bara vegabréfið mitt."

Hannes sló á létta strengi varðandi sín mál hjá Val á frumsýningarkvöldinu á bíómyndinni Leynilögga.

„Ég var að gera grín að stöðunni, verður maður ekki að vera léttur yfir þessu? Auðvitað er þetta ekkert skemmtileg staða sem er komin upp en það er verið að vinna í að leysa hana núna. Ég er búinn að eiga ágætis samtal við félagið og nú erum við í þeim farvegi á jákvæðum nótum. Við sjáum svo hvernig þetta fer," sagði Hannes.
Athugasemdir
banner
banner
banner