Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það kemur náttúrulega engin í staðinn fyrir Murielle Tiernan"
Murielle í leik með Tindastóli síðasta sumar.
Murielle í leik með Tindastóli síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordyn Rhodes er markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans.
Jordyn Rhodes er markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans.
Mynd: Tindastóll
Murielle Tiernan yfirgaf í vetur Tindastól eftir að hafa spilað fyrir félagið samfleytt frá 2018. Hún varð goðsögn hjá félaginu og skoraði 117 mörk í 129 leikjum.

Koma hennar til félagsins var ein af ástæðunum fyrir því að Tindastóll fór að trúa að liðið gæti komist í efstu deild. Hún hjálpaði liðinu að komast upp úr 2. deild og í Bestu deildina.

Í fyrra skoraði hún fjögur mörk í 17 leikjum í Bestu deildinni, en eftir tímabilið ákvað hún að söðla um og ganga í raðir Fram í Lengjudeildinni.

Tindastóll samdi á dögunum við framherjann Jordyn Rhodes frá Bandaríkjunum. Rhodes er gríðarlega öflug og er markahæsti leikmaður í sögu háskólans í Kentucky. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var í viðtali hér á Fótbolta.net í gær og var þar spurður að því hvort Rhodes muni fylla beint í skarðið fyrir Murielle.

„Það kemur náttúrulega engin í staðinn fyrir Murielle Tiernan. Ég held að það séu alveg hreinar línur," sagði Donni.

„Hún er alveg einstök í því sem hún hefur gert fyrir félagið. Jordyn er aðeins öðruvísi leikmaður. Spilar svipaða stöðu en ekki alveg sömu stöðu. Hún hentar fullkomlega í það hlutverk sem við ætlum henni. Það kemur engin í staðinn fyrir Murielle."

Var hann svekktur að missa Murielle í Fram?

„Ég samgleðst henni að geta spilað fyrir Fram og geta haft það gott í Reykjavík. Að prófa það. Murielle hefur gert frábæra hluti fyrir Tindastól og við erum afskaplega þakklát fyrir allt það sem hún hefur gert. Ég er spenntur fyrir komandi tímum og árum þó ég sé mjög þakklátur fyrir allt sem hún hefur gert. Hún var frábær í þau tvö ár sem ég var með hana. Þetta verður öðruvísi og það eru spennandi tímar framundan fyrir bæði hana og okkur."

Ótrúlega spennandi leikmaður
Donni er spenntur að sjá hvað Jordyn Rhodes mun koma með inn í lið Tindastóls.

„Hún er ótrúlega spennandi leikmaður og er með risa prófíl úr Kentucky háskólanum sem er stór skóli í Bandaríkjunum. Hún er búin að spila tvo leiki með okkur en bara æfingaleiki þar sem hún er ekki komin með leikheimild af einhverjum ástæðum. Hún er búin að gera fimm mörk í þeim leikjum. Ég held að hún eigi bara eftir að vaxa meira inn í það sem við erum að gera," sagði Donni.

„Hún hefur fullt af góðum kostum sem munu nýtast okkur vel inn í sumarið."

„Mér er sagt að hún verði komin með leikheimild fyrir fyrsta leik. Það eru allir pappírar komnir en það er bara verið að bíða eftir útlendingaeftirlitinu held ég. Þetta er allt á góðri leið er mér sagt og ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta verði klárt fyrir fyrsta leik. Annars verð ég ansi illa svikinn.
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner