
Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, var auðvitað sáttur með 2-0 sigurinn á Vestra í Lengjudeild karla í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 Grindavík
Grindvíkingar hafa gert vel í byrjun móts og eru með 10 stig eftir fjóra leiki og ekki enn fengið á sig mark.
Óskar Örn Hauksson gerði bæði mörk gestanna í leiknum en Helgi var sérstaklega ánægður við liðsframmistöðuna í dag.
„Mjög ánægður að koma hingað og vinna og halda áfram að halda okkar sigurvenjum. Það er mjög erfitt að koma hingað og vinna en við gerðum það mjög vel í dag. Þeir sköpuðu sér lítið sem ekkert á okkur og fengu eitt skot í slánna í lok leiks og eitt færi sem markvörðurinn okkar gerði mjög vel í að verja í seinni hálfleiknum en heilt yfir fannst mér við heldur sterkari.“
„Þá má aldrei gefa Vestra eitt né neitt í þessu því þeir hætta aldrei en það sem ég var mjög ánægður með var liðsframmistaðan og hvernig menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. Við lentum í meiðslum í leiknum og þá koma menn inn og berjast fyrir málstaðinn og það er það sem maður horfir í. Liðið er að vinna sem ein heild og það veitir á gott,“ sagði Helgi í lokin við Fótbolta.net.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir