Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 27. júlí 2020 21:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn: Þurfum stundum að harka fyrir sigrum
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fengu lið fólksins í HK í heimsókn á Wurth völlinn þegar 9.umferð Pepsi max deildar karla hélt áfram í kvöld. Fyrir leik mátti búast við hörku einvígi þessara liða sem varð svo raunin en Fylkismenn höfðu að lokum sigur.
„Rosalega gott að taka þrjú stig og komast aftur á sigurbraut og bara mjög erfitt HK lið að spila á móti og þeir gerðu okkur heldur betur lífið leitt í fyrri hálfleik og voru bara sannfærandi yfir í hálfleik 2-1 og við erum bara rosalega ánægðir með seinni hálfleikinn og liðið og þá sem komu inn sérstaklega." Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 HK

„Við erum bara þannig lið að stundum þurfum við að hakra fyrir sigrinum og þetta var þannig leikur í dag og þeir lágu vissulega töluvert á okkur í seinni hálfleiknum og Arnar Darri frábær í markinu þannig bara frábært að fá sigur út úr þessu." 

Athygli vekur að í þeim leikjum sem Sam Hewson hefur byrjað fyrir Fylki á tímabilinu hafa þeir leikir tapast og þeir leikir sem hann hefur ekki byrjað skilað sigrum en sú tölfræði hefur ekki áhrif á Atla Svein þjálfara Fylkis.
„Nei, góður punktur, ertu búin að spurja hann út í þetta? nei nei, Sam er frábær leikmaður og fékk í ökklan í hálfleik í dag eða rétt fyrir hlé og þess vegna skiptum við honum út í hálfleik og Arnar Sveinn fékk hné í læri og við skiptum honum útaf og þeir sem komu inn Ragnar Bragi og Birkir gáfu okkur kraft sem við þurftum í seinni hálfleik. Búið að vera þétt leikjaálag og komu hrikalega sterkir inn." 

Athygli vakti einnig að Arnar Darri hafi byrjað leikinn í dag og Aron Snær sat á bekknum en Aron Snær hefur verið að glíma við meiðsli.
„Aron er búin að vera tæpur í úlnliðnum núna í 3-4 vikur og lítið sem ekkert getað æft sem markmaður og við höfum ákveðið að gefa Aroni smá tíma til þess að jafna sig."

Aðspurður um hvort Arnar Darri yrði jafnvel í markinu í næsta leik svaraði Atli Sveinn því játandi.
„Já jafnvel, það eru ágætis líkur á því." 

Arnór Gauti Jónsson var þá fjarri góðu gamni í kvöld en hann meiddist á æfingu.
„Hann fór í myndatöku í gær, meiddist á æfingu, fór í myndatöku útaf beini í ristinni og sem betur fer ekki brotinn en fær leikinn í dag og verður hvíldur á fimmtudaginn líka.".
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner