„Þetta er ólýsanleg tilfinning, það sem við stefndum á," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir eftir sigur gegn Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Valur
Sandra hafði ekki mikið að gera í leiknum en hún varði einu sinni rosalega vel.
„Ég verð að sjá þetta aftur, en ég varði og ég er sátt við það," sagði Sandra en hún segir það ekki vera erfitt að halda sér á tánum þegar það er ekki mikið að gera.
„Ég er orðin vön þessu, að hafa ekki mikið að gera. Ég er dugleg að tala við þær og vera inn í leiknum. Ég er klár í hvað sem er."
Sandra varð bikarmeistari með Stjörnunni árið 2012 gegn Val. í dag er hún bikarmeistari með Val.
„Loksins vinn ég hann með Val. Ég er búin að vera hérna ansi lengi og loksins komumst við í bikarúrslit. Við klárum þetta og ég er rosalega ánægð með það."
Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Þvílík aukaspyrna, þvílík markvarsla - svona eiga úrslitaleikir að vera pic.twitter.com/X8u4tX0zdw
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2022
Athugasemdir






















