Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 27. september 2014 17:10
Karitas Þórarinsdóttir
Ragna Lóa: Fegin að hætta því dómararnir eru svo lélegir
Kvenaboltinn
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,,Ég er fegin að vera að hætta að þjálfa í þessari deild því dómararnir eru svo lélegir hjá KSí að það er hreint og beint skandall," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn Aftureldingu í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag og staðfesti um leið að hún sé að hætta með liðið og leit sé í gangi að nýjum þjálfara.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  0 Fylkir

,,Það verður að fara að bæta dómgæsluna, við fáum allskonar dómara á leikina. Mér finnst að KSÍ þurfi að bæta þetta. Þetta er upp og niður en yfir höfuð finnst mér að það megi bæta dómgæsluna. Ég hélt hreinlega að dómarinn í dag hafi gleypt flautuna í fyrri hálfleik. Mér fannst að við hefðum átt að fá allavega tvö víti, eitthvað gerðist allavega því hann fann flautuna aldrei."

Ragna Lóa staðfesti að hún muni hætta með liðið en hún stefnir þó á að vinna áfram við liðið og fara í sæti eiginmanns síns, Hermanns Hreiðarsonar sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna.

,,Ég á von á því að ég verði í kringum liðið. Ég er að hugsa um að láta reka manninn úr formannsstöðunni og taka við henni sjálf. Ég hugsa að ég endi þar. Ég er ekkert að fara frá liðinu og við erum bara að leita að þjálfara."
Athugasemdir