Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
   lau 27. september 2014 17:10
Karitas Þórarinsdóttir
Ragna Lóa: Fegin að hætta því dómararnir eru svo lélegir
Kvenaboltinn
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,,Ég er fegin að vera að hætta að þjálfa í þessari deild því dómararnir eru svo lélegir hjá KSí að það er hreint og beint skandall," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn Aftureldingu í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag og staðfesti um leið að hún sé að hætta með liðið og leit sé í gangi að nýjum þjálfara.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  0 Fylkir

,,Það verður að fara að bæta dómgæsluna, við fáum allskonar dómara á leikina. Mér finnst að KSÍ þurfi að bæta þetta. Þetta er upp og niður en yfir höfuð finnst mér að það megi bæta dómgæsluna. Ég hélt hreinlega að dómarinn í dag hafi gleypt flautuna í fyrri hálfleik. Mér fannst að við hefðum átt að fá allavega tvö víti, eitthvað gerðist allavega því hann fann flautuna aldrei."

Ragna Lóa staðfesti að hún muni hætta með liðið en hún stefnir þó á að vinna áfram við liðið og fara í sæti eiginmanns síns, Hermanns Hreiðarsonar sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna.

,,Ég á von á því að ég verði í kringum liðið. Ég er að hugsa um að láta reka manninn úr formannsstöðunni og taka við henni sjálf. Ég hugsa að ég endi þar. Ég er ekkert að fara frá liðinu og við erum bara að leita að þjálfara."
Athugasemdir
banner