Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henry segir eigendaskipti í vændum hjá Arsenal
Daniel Ek stofnandi Spotify
Daniel Ek stofnandi Spotify
Mynd: Getty Images
Arsenal goðsögnin Thierry Henry segir að Daniel Ek stofnandi Spotify hafi enn áhuga á að kaupa Arsenal.

Henry varð mjög spenntur eins og margir stuðningsmenn Arsenal þegar fréttir bárust af því í maí að Ek hefði áhuga á að kaupa félagið en það er mikil óánægja með núverandi eiganda liðsins, Stan Kroenke.

Fréttir herma að Kroenke hafi neitað 1.8 milljarð punda tilboði Ek í félagið. Hann er sagður vera tilbúinn til að hækka tilboðið í 2 milljarða punda.

Henry og Ek sátu saman í stúkunni og sáu Arsenal vinna grannaslaginn gegn Tottenham 3-1 um helgina. Henry sagði í viðtali við Sky Sports að Ek væri ekki búinn að gefast upp á því að kaupa félagið.

„Hann er kominn til að vera, það eru engar viðræður í gangi núna og þær munu örugglega vera langar. VIð erum komnir til að vera," sagði Henry.
Athugasemdir
banner
banner
banner