Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mið 27. september 2023 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Spútniklið Girona á toppnum - Greenwood lagði upp
Eric Garcia skorar sigurmark Girona
Eric Garcia skorar sigurmark Girona
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood í leiknum gegn Athletic Bilbao
Mason Greenwood í leiknum gegn Athletic Bilbao
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Girona náði sögulegum árangri í kvöld er liðið lagði Villarreal að velli, 2-1, í La Liga á Spáni, en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem félagið er á toppnum eftir heila umferð.

Dani Parejo kom Villarreal í 1-0 með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik, en Artem Dovbyk jafnaði metin sjö mínútum síðar og gerði þá varnarmaðurinn Eric Garcia sigurmarkið þegar hálftími var eftir.

Girona hefur unnið sex og gert eitt jafntefli í deildinni og trónir nú á toppnum að umferð lokinni. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það afrekar þetta.

Real Madrid er í öðru sæti með 18 stig eftir að hafa unnið nýliða Las Palmas, 2-0. Brahim Diaz og Joselu skoruðu mörk Madrídinga í leiknum.

Enski sóknarmaðurinn Mason Greenwood var í fyrsta sinn í byrjunarliði Getafe sem gerði 2-2 jafntefli við Athletic Bilbao og þakkaði kærlega fyrir traustið með því að leggja upp fyrsta mark liðsins á 51. mínútu.

Greenwood kláraði leikinn og virðist því vera kominn í fínasta leikform.

Athletic 2 - 2 Getafe
1-0 Yuri Berchiche ('6 )
1-1 Pedro Gaston Alvarez Sosa ('51 )
2-1 Inaki Williams ('62 )
2-2 Juan Miguel Latasa Fernandez Layos ('83 )
Rautt spjald: Oihan Sancet, Athletic ('45)

Villarreal 1 - 2 Girona
1-0 Dani Parejo ('49 , víti)
1-1 Artem Dovbyk ('56 )
1-2 Eric Garcia ('61 )

Real Madrid 2 - 0 Las Palmas
1-0 Brahim Diaz ('45 )
2-0 Joselu ('54 )
Athugasemdir
banner
banner