Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 14:26
Elvar Geir Magnússon
Rio Ngumoha hefur gert sinn fyrsta atvinnumannasamning
Rio Ngumoha hefur skrifað undir samning við Liverpool.
Rio Ngumoha hefur skrifað undir samning við Liverpool.
Mynd: EPA
Ungstirnið Rio Ngumoha hjá Liverpool hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning á ferlinum. Hann varð 17 ára þann 29. ágúst og þá mátti hann formlega verða atvinnumaður.

Á þeim aldri má samningur ekki vera lengri en þrjú ár, Liverpool gefur ekki út samningslengdina.

Ngumoha hefur mikla hæfileika og var hjá Chelsea frá átta ára aldri en yfirgaf félagið í september þar sem hann taldi að leiðin upp í aðalliðsfótbolta væri greiðari hjá Liverpool.

Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Liverpool í bikarleik gegn Accrington Stanley í janúar. Hann varð formlega hluti af aðalliðshópnum í sumar og skráði sig á spjöld sögu félagsins.

Hann varð yngsti markaskorari í sögu Liverpool þegar hann skoraði dramatískt sigurmark gegn Newcastle í ágúst og varð svo yngstur til að spila Evrópuleik fyrir félagið þegar hann kom inn af bekknum gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í síðustu viku.


Athugasemdir
banner