

„Ég held að það sé gott fyrir leikmennina að hafa komið hingað í fyrra og hafa spilað á þessu sviði.“
HK og Keflavík mætast á laugardaginn í úrslitaleik Lengjudeildarinnar, sigurliðið tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundson, þjálfara Keflavíkur, eftir blaðamannafund fyrir leikinn.
„Við erum mjög vel stefndir. Það er mikið hungur í að fara alla leið. Við vorum í þessum leik í fyrra en töpuðum honum gegn Aftureldingu, 1-0. Ég held að menn vilji ekki upplifa þá tilfinningu aftur.“
„Ég held að það sé gott fyrir leikmennina að hafa komið hingað í fyrra og hafa spilað á þessu sviði. Auðvitað erum við með reynslumikið lið þannig að margir hafa komið hingað áður og spilað bæði bikarúrslitaleiki og landsleiki. Það getur hjálpað okkur að geta farið aftur í gegnum þetta.“
HK vann 3-0 sigur á Keflavík í báðum viðureignum liðanna á tímabilinu.
„Úrslitin voru ekki góð, en spilamennskan í báðum leikjunum bara fín. Ég held að leikirnir í deildinni skipta engu máli þegar komið er í úrslitaleik hér á laugardaginn.“
Nánar er rætt við Harald Frey í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir