Steven Caulker var í sumar ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Caulker er fyrrum leikmaður Tottenham, Liverpool, Swansea og QPR. Hann var líka á mála hjá Fenerbahce á sínum tíma. Caulker á að baki einn landsleik fyrir England og lék með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2012. Seinna meir lék hann svo með landsliði Síenna Leóne.
Caulker var gestur í Draumaliðinu sem Jóhann Skúli Jónsson stýrir. Í þættinum valdi hann draumalið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum og eins og sjá má hér neðst er það ansi öflugt.
Hann sagði þá líka frá því hvernig það kom til að hann gekk í raðir Liverpool að láni um mitt tímabil 2015-16 frá QPR. Fyrri hluta tímabilsins hafði Caulker verið hjá Southampton.
Caulker var gestur í Draumaliðinu sem Jóhann Skúli Jónsson stýrir. Í þættinum valdi hann draumalið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum og eins og sjá má hér neðst er það ansi öflugt.
Hann sagði þá líka frá því hvernig það kom til að hann gekk í raðir Liverpool að láni um mitt tímabil 2015-16 frá QPR. Fyrri hluta tímabilsins hafði Caulker verið hjá Southampton.
„Það var nokkuð handahófskennt og undarlegt skref, ég hafði ekki spilað mikið hjá Southampton. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig á meðan ég var að djamma í Dublin. Ég átti nokkra daga í frí, vildi komast í burtu í nokkra daga þar sem tímabilið var ekki að fara eins og ég hafði vonast eftir. Ég vaknaði einn morguninn við símtal frá umboðsmanninum sem sagði að Liverpool vildi fá mig á láni. Það var mjög erfitt að skilja þetta á þeim tíma, en ég ætlaði ekki að fara efast neitt, þegar símtalið kemur þá ertu bara klár. Þetta var allt klárt um kvöldið og næsta dag var ég mættur til Liverpool. Nokkrum dögum seinna var ég búinn að þreyta frumraunina gegn Arsenal," segir Caulker í þættinum.
Eins og frægt varð þá setti Jurgen Klopp hann í fremstu línu til að valda usla.
„Ég myndi segja að félagið hafi fengið mig til sín, frekar en Klopp. Stundum gerist það í fótbolta að stjórinn kemur ekki að félagaskiptum, og ég held að það búi stundum til vandamál. Stjórinn vill auðvitað fá inn sína leikmenn. Hann var alltaf góður við mig, gaf mér tækifæri til að spila og ég naut allra mínútnanna. Ég spilaði í enska bikarnum sem miðvörður og átti að spila í næstu umferð en meiddist tveimur dögum fyrir leik sem var mjög óheppileg tímasetning. Það setti strik í reikninginn, aðrir leikmenn sneru til baka úr meiðslum og ég færðist aftar í röðina."
„Það var gaman að hitta leikmenn aftur sem ég hafði spilað með áður á ferlinum og upplifa nokkrar góðar stundir fyrir framan Kop stúkuna."
„Klopp lagði mikið upp úr pressunni, hann var nýkominn til Liverpool þegar ég kom og lagði mikinn tíma í að setja upp pressuna hjá liðinu. Við vorum stundum á morgni leikdags að fara yfir hvernig pressan ætti að vera. Hann vissi hvað hann vildi, hann var með sýn og hann gerði það sem þurfti til að hún varð að raunveruleika," segir Caulker.
Hann nefnir að Philippe Coutinho hafi verið algjör svindlkall þegar spilað var 5 á 5 á æfingum. „Ef þú varst með honum í liði þá vissir þú að þú myndir vinna."
Þáttinn má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir