
FH 1 - 1 Valur
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('43 )
1-1 Thelma Karen Pálmadóttir ('53 )
Lestu um leikinn
FH fékk Val í heimsókn í fyrstu umferð eftir skiptinguna. FH þurfti á sigri að halda til að koma í veg fyrir að Breiðablik geti orðið meistari seinna í kvöld.
Fyrri hálfleikur var rólegur en á markamínútunni frægu skoraði Fanndís Friðriksdóttir eftir sendingu frá Önnu Rakel Pétursdóttir og kom Val yfir.
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('43 )
1-1 Thelma Karen Pálmadóttir ('53 )
Lestu um leikinn
FH fékk Val í heimsókn í fyrstu umferð eftir skiptinguna. FH þurfti á sigri að halda til að koma í veg fyrir að Breiðablik geti orðið meistari seinna í kvöld.
Fyrri hálfleikur var rólegur en á markamínútunni frægu skoraði Fanndís Friðriksdóttir eftir sendingu frá Önnu Rakel Pétursdóttir og kom Val yfir.
Snemma í seinni hálfleik náði Thelma Karen Pálmadóttir boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur og komst ein gegn Tinnu Brá Magnúsdóttir og skoraði af öryggi.
Thelma var nálægt því að bæta við sínu öðru marki og koma FH yfir en skaut framhjá. Hún fékk annað tækifæri stuttu síðar og aftur eftir mistök Málfríðar en Tinna bjargaði frábærlega.
Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og jafntefli því niðurstaðan. FH er í 2. sæti með 39 stig, tíu stigum á eftir Breiðabliki sem þýðir að Kópavogsliðið verður Íslandsmeistari með sigri gegn Stjörnunni í kvöld. Valur er í 4. sæti með 28 stig.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 18 | 16 | 1 | 1 | 77 - 15 | +62 | 49 |
2. FH | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 22 | +23 | 39 |
3. Þróttur R. | 18 | 11 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 36 |
4. Valur | 19 | 8 | 4 | 7 | 31 - 28 | +3 | 28 |
5. Víkingur R. | 18 | 8 | 1 | 9 | 40 - 39 | +1 | 25 |
6. Stjarnan | 18 | 8 | 1 | 9 | 31 - 36 | -5 | 25 |
Athugasemdir