Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 25. september 2025 16:30
Kári Snorrason
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Lengjudeildin
Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur.
Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæti í Bestu-deildinni verður í húfi.
Sæti í Bestu-deildinni verður í húfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mætir HK á laugardaginn í úrslitaleik Lengjudeildarinnar á Laugardalsvelli. Sigurliðið tryggir sér sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Frans Elvarsson, fyrirliða Keflavíkur, í tengslum við leikinn mikilvæga á laugardag.

„Það er mikil tilhlökkun, það var gaman í fyrra þó svo að úrslitin hafi ekki verið skemmtileg.“

„Ég bjóst við opnum leik í fyrra en hann var ekkert eðlilega leiðinlegur og lokaður þannig ég veit ekki við hverju ég á að búast við. Þeir eru mjög beinskeyttir, með mikinn hraða fram á við. Kannski með einn besta leikmann deildarinnar í Degi Orra Garðarssyni, þannig að þeir eru með mörg flott vopn sem við þurfum að takast á við.“

Tímabilið hjá Keflavík hefur valdið mörgum vonbrigðum. Keflavík var í hættu á að ná ekki umspilssæti fyrir síðasta deildarleik, en eru nú að toppa á réttum tíma.

„Mér finnst tímabilið búið að vera lélegt. Ég hélt fyrir fimm, sex leikjum að við myndum ekki ná umspilssæti. En þá kom viðsnúningur hjá okkur, við komumst á smá skrið. Áttum góðar frammistöður og góð úrslit fylgdu frammistöðunum.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner