Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 27. nóvember 2023 12:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon á leið í samkeppni við Schmeichel?
Hákon Rafn.
Hákon Rafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kasper Schmeichel.
Kasper Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Að undanförnu hefur Hákon Rafn Valdimarsson verið orðaður við belgíska félagið Anderlecht. Hákon er 22 ára markvörður sem átti glimrandi tímabil með Elfsborg í Svíþjóð og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar.

Í kjölfarið fékk hann tækifærið með íslenska landsliðinu og varði mark liðsins gegn Portúgal fyrir viku síðan. Það var hans fyrsti keppnisleikur með A-landsliðinu.

Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws hefur tvo daga í röð fjallað um áhuga belgíska félagsins á Hákoni. Fleiri belgískir miðlar hafa orðað Hákon við belgíska stórliðið.

Hann er samningsbundinn Elfsborg og þyrfti Anderlecht að kaupa hann lausan frá sænska félaginu. Aðalmarkvörður Anderlecht er Kasper Schmeichel sem er markvörður danska landsliðsins og fyrrum markvörður Leicester City. Schmeichel rennur út á samningi næsta sumar en félagið er með möguleika á því að framlengja samning hans um eitt ár.

Fjallað er um að Anderlecht sé með þrjá markverði, þeir séu allir komnir á fertugsaldurinn og því eðlilegt að það sé verið að skoða yngri kost.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner