Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 27. nóvember 2023 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Valur: Ef ég þarf að fara frá Sirius þá er það bara þannig
Í leik með U21 landsliðinu.
Í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Sirius.
Í leik með Sirius.
Mynd: Guðmundur Svansson
Óli Valur Ómarsson hefur verið sterklega orðaður við heimkomu til Stjörnunnar á síðustu dögum en hann er leikmaður Sirius í Svíþjóð.

Óli var keyptur til sænska félagsins fyrir einu og hálfu ári síðan frá uppeldisfélaginu Stjönunni. Á liðinni leiktíð missti hann af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla en í síðustu sautján leikjunum var hann ónotaður varamaður í fimmtán leikjum og kom einungis inn á í tvígang.

Hvernig er staðan á Óla í dag?

„Ég var að koma heim til Íslands í frí og á eftir að ræða við menn hjá Sirius og sjá hvað er að frétta," sagði bakvörðurinn.

„Ég er ekki sáttur við hversu fá tækifæri ég fékk. Ég vil fá að spila, spilaði nánast ekki neitt á hálfu ári. Sama hvar ég er, þá vil ég alltaf fá að spila. Ég þarf að skoða mín mál hvað það varðar."

Ert þú búinn að ræða við einhvern í Stjörnunni?

„Nei ekki þannig. Ég er alltaf í sambandi við einhverja hjá Stjörnunni, margir vinir mínir þar. En ég hef ekki rétt við neinn um einhver skipti eða eitthvað slíkt."

Viltu fara frá Sirius?

„Ég á eftir að skoða mína stöðu, það gengur ekki að fá engar mínútur. Ef ég þarf að fara frá Sirius þá er það bara þannig, en það er ekkert endilega víst að ég þurfi að fara," sagði leikmaðurinn að lokum.

Óli er tvítugur, er U21 landsliðsmaður sem á að baki sjö leiki í þeim aldursflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner